1
Heimur

Katastrófa á Kanaríeyjum

2
Minning

Egill minnist látins vinar

3
Fólk

Selja einbýli í Mosfellsbæ með sundlaug

4
Minning

Kristinn Guðmundsson er fallinn frá

5
Heimur

Ótti og eftirlit í Chicago: „ICE er að ræna fólki handahófskennt og án afleiðinga

6
Fólk

Frægasti hundur Íslands er sex ára í dag

7
Heimur

Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu

8
Fólk

Hatarar eiga von á vorbarni

9
Fólk

Einstæð móðir í Suður-Afríku breytti lífsýn Sölva

10
Heimur

Unglingur handjárnaður eftir að gervigreind taldi snakkpoka vera byssu

Til baka

Einstæð móðir í Suður-Afríku breytti lífsýn Sölva

„Á þeirri stundu fann ég fyrir dýpstu auðmýkt og þakklæti sem ég hef nokkurn tíma upplifað.“

Sölvi2
Sölvi TryggvasonMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: Instagram-skjáskot

Hlaðvarpsstjórnandinn Sölvi Tryggvason deilir áhrifamikilli sögu á Facebook þar sem hann lýsir því hvernig samskipti við einstæða móður í Höfðaborg í Suður-Afríku breytti lífssýn hans.

Sölvi segist hafa hitt konuna sem heitir Christina ásamt ungum syni hennar. Hann segist í fyrstu hafa ætlað að rétta henni pening en þegar hann áttaði sig á að hún var með barn bundið við bakið, bauðst hann til að fara með henni í búð og kaupa mat. Christina hafi brostið í grát þegar hún áttaði sig á að hann meinti það. „Á þeirri stundu fann ég fyrir dýpstu auðmýkt og þakklæti sem ég hef nokkurn tíma upplifað.“

Christina
Christina og barniðChristina hafði mikil áhrif á Sölva
Mynd: Facebook

„Inni í búðinni, fyrir hverja einustu vöru sem fór í körfuna, rétti hún upp hendur sínar og þakkaði Guði fyrir blessunina,“ skrifar Sölvi. „Þegar við gengum út úr búðinni sagði hún einfaldlega: „Ég finn fyrir hjartanu mínu núna. Það er galopið“.“

Hann segir frá erfiðu lífi Christinu sem flúði frá Simbabve í leit að betra lífi. Eiginmaður hennar lést í eldsvoða, en hún sjálf varð fyrir alvarlegum brunasárum á fótum. Í Höfðaborg hafi hún verið beitt ítrekuðu kynferðisofbeldi og bæði hún og barnið hennar séu HIV smituð og án aðstoðar.

„Hennar heitasta ósk er að snúa aftur til Simbabve og deyja þar með reisn,“ segir Sölvi og bætir við að hann hafi fjármagnað ferð hennar heim til Simbabve.

„Þegar hún kvaddi sagði hún mér að hún myndi aldrei gleyma þessum degi, deginum sem bænir hennar voru svaraðar. Mínar bænir voru líka svaraðar og ég mun aldrei gleyma þessum degi heldur,“ skrifaði Sölvi.

Sölvi lýsir fundinum sem djúpri lífsreynslu:

„Ég hef nú orðið vitni að nýrri vídd mannlegs styrks. … Það setur allt í samhengi.“

Hann segir að þessi upplifun muni fylgja honum alla ævi og að hann muni aldrei gleyma Christinu og barni hennar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Þeir telja leið sína til valda vera að magna upp andúð gegn konum, innflytjendum og menntafólki“
Kvartarinn verið ákærður 12 sinnum
Landið

Kvartarinn verið ákærður 12 sinnum

Dularfullt andlát lögreglumanns eftir rassastækkun í rannsókn
Heimur

Dularfullt andlát lögreglumanns eftir rassastækkun í rannsókn

Karlmaðurinn ekki lengur í lífshættu
Landið

Karlmaðurinn ekki lengur í lífshættu

Partýbúðin setur Trump í flokk með trúðum
Innlent

Partýbúðin setur Trump í flokk með trúðum

Sjaldgæf innsýn í fjölskyldulíf Meghan og Harrýs
Myndband
Heimur

Sjaldgæf innsýn í fjölskyldulíf Meghan og Harrýs

Meintur móðurmorðingi handtekinn
Heimur

Meintur móðurmorðingi handtekinn

Fordæmir brottvísun fjölskyldu í bréfi til Kristrúnar
Innlent

Fordæmir brottvísun fjölskyldu í bréfi til Kristrúnar

Selja einbýli í Mosfellsbæ með sundlaug
Fólk

Selja einbýli í Mosfellsbæ með sundlaug

Kristinn Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Kristinn Guðmundsson er fallinn frá

Ótti og eftirlit í Chicago: „ICE er að ræna fólki handahófskennt og án afleiðinga
Einkaviðtal
Heimur

Ótti og eftirlit í Chicago: „ICE er að ræna fólki handahófskennt og án afleiðinga

Fólk

Einstæð móðir í Suður-Afríku breytti lífsýn Sölva
Fólk

Einstæð móðir í Suður-Afríku breytti lífsýn Sölva

„Á þeirri stundu fann ég fyrir dýpstu auðmýkt og þakklæti sem ég hef nokkurn tíma upplifað.“
Kendall Jenner afhjúpar hvar hún missti meydóminn
Fólk

Kendall Jenner afhjúpar hvar hún missti meydóminn

Selja einbýli í Mosfellsbæ með sundlaug
Fólk

Selja einbýli í Mosfellsbæ með sundlaug

Frægasti hundur Íslands er sex ára í dag
Myndband
Fólk

Frægasti hundur Íslands er sex ára í dag

Linda Ben dekraði við sig á afmælisdaginn
Myndir
Fólk

Linda Ben dekraði við sig á afmælisdaginn

Loka auglýsingu