
Slagsmál á skólalóðEkki neinn á svæðinu þegar lögreglan mætti
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er sagt frá því að lögreglan hafi haft afskipti af ökumenn vegna gruns um vörslu fíkniefna og akstur undir áhrifum þeirra. Þá hafði lögreglan afskipti af mótmælanda sem hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu, sá var að mótmæla við sendiráð.
Einn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna heimilisofbeldis. Lögreglan greinir frá því að tilkynnt hafi verið um innbrot í skyndibitastað en ekki er sagt frá hvaða staður það er.
Lögreglunni barst ábending af slagsmálum við skóla en ekki var neinn á staðnum þegar lögreglan mætti á svæðið. Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af ökumönnum með filmur í fremri hliðarrúðum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment