Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um aðila sem vildi ekki yfirgefa verslun í Reykjavík. Er lögreglu bar að var viðkomandi þó farinn og var hvergi sjáanlegur.
Ökumaður var stöðvaður þar sem hann ók yfir á rauðu ljósi. Við nánari skoðun lögreglu kom í ljós að ökumaðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi.
Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum. Gerandi var en á vettvangi er lögreglu bar að og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu þar til hann verði í skýrsluhæfu ástandi.
Lögreglu var tilkynnt var um rafmagnshlaupahjólaslys. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Líðan viðkomandi er óþekkt samkvæmt lögreglu.
Tilkynnt var um umferðarslys í Hafnarfirði en þar hafi ökumaður ekið utan í aðra bifreið. Við nánari skoðun hjá lögreglu á vettvangi kom í ljós að ökumaður hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Engin slys á fólki að sögn lögreglu.
Tilkynnt var um aðila í annarlegu ástandi og með háreysti í Breiðholti. Er lögregla kom á vettvang og ætlaði að gefa sig á tal við viðkomandi tók hann til fótanna en náðist af lögreglu um hæl. Honum var svo komið á viðeigandi stofnun.
Í Kópavogi var tilkynnt um líkamsárás og er málið í rannsókn lögreglu.
Komment