
129 mál voru bókuð í kerfi lögreglu.Fangaklefarnir voru fullir af fólki.
Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Í dagbók lögreglu frá því í nótt og gærkvöldi er greint frá því að keyrt hafi verið á vegfaranda á rafmagnshlaupahjóli í miðbæ Reykjavíkur. Ökumaðurinn flúði vettvang en vegfarandinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Ekkert er gefið upp um líðan viðkomandi og er málið í rannsókn.
Tilkynnt var um einstakling sem var ofurölvi í miðbæ Reykjavíkur. Hann var handtekinn vegna ástands og neitaði að gefa upp bæði nafn og kennitölu. Á lögreglustöð hrækti hann á lögreglumann og reyndi að bíta lögreglumenn. Aðilinn var vistaður í fangaklefa vegna málsins.
Nokkuð var um ölvun og líkamsárásir í gærkvöldi og í nótt og fylltust fangageymslur lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment