1
Menning

Þögn á Akranesi

2
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

3
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

4
Innlent

Sonur Sævars Þórs eltur

5
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

6
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

7
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

8
Innlent

Leiðindi í Kópavogi

9
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

10
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Til baka

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Jóhann Dagur
Jóhann Dagur með Naomi, eiginkonu sinni
Mynd: Aðsend

Útlendingastofnun Danmerkur hefur meinað ástkærri eiginkonu minni inngöngu í Schengen svo hún fær ekki að heimsækja mig til Íslands…

Eins og margir vita þá gifti ég mig konu frá Ghana í byrjun árs. Ég kynntist Naomi á Facebook og hápunktar allra daga voru myndsímtöl við hana og við urðum mjög fljótt mjög ástfangin af hvoru öðru. Fjarlægðin á milli okkar var mjög erfið svo ég keypti mér flugmiða út til Ghana því mig langaði til þess að hitta hana og vera með henni yfir áramótin. Rétt rúmlega tveimur vikum áður en ég fór út sagði ég við hana að mig langaði til þess að giftast henni og varð ég alveg himinlifandi þegar hún sagði að hún vildi það líka svo við tókum þá ákvörðun að bara láta verða að því þegar ég kæmi. Hún sótti um leyfi til þess að giftast og við ákváðum að dagsetningin yrði 2. janúar.

Þegar ég mætti og hún tók á móti mér hurfu allar áhyggjur okkar beggja því við vorum loksins með hvort annað í fanginu. Hún sýndi mér hverfið sem hún býr í og ég hitti fjölskylduna hennar og þar á meðal tvær dætur hennar og þau tóku mér öll opnum örmum og komu fram við mig af einskærri virðingu og mér fannst ég vera eins velkominn og ég gat mögulega verið. Við giftum okkur og héldum veislu og giftingin var akkurat eins og okkur hafði báðum dreymt. Því miður gat ég samt ekki verið lengur úti því ég hafði skyldum að gegna hér heima svo okkar leiðir skildu á flugvellinum á Accra.

Þá tók aftur við fjarsamband og aftur var það orðinn hápunktur allra okkar daga að eiga okkar dýrmætu myndsímtöl. Við áttum jú mörg tilgangslaus rifrildi og þessháttar en við enduðum alltaf á því að fara sátt í háttinn og næsta morgun vorum við komin með hvort annað í myndsímtal og voru vandamál gærdagsins bara skilin eftir þar.

Þegar ég fór í sumarfrí í vinnunni fór ég aftur út til Ghana og dvaldi þar í 5 vikur með henni og dætrum hennar og náði að tengjast þeim vel og hugsaði um þær eins og þær væru mín egin börn og þegar Naomi skrapp í nokkra daga til Nígeríu að sækja varning fyrir stofuna sem hún rekur var ég heima með krakkana og sá um að koma þeim í skólann, gefa þeim að borða og hjálpa til með heimanámið og svo á kvöldin skemmtum við okkur yfir sjónvarpsefni. Meðan ég var úti áttum við öll fjögur fallega tíma sem eru okkur alltaf dýrmætir og þegar ég fór aftur heim varð kveðjustundin einstaklega erfið og söknuðurinn varð yfirgengilegur fyrir alla þegar ég var kominn innum öryggishliðið.

Við ákváðum í kjölfarið að sækja um leyfi fyrir hana að koma í heimsókn til Íslands og kynnast minni fjölskyldu og fá upplifun af mínu umhverfi þar sem hún var ekki tilbúin að fara frá dætrum sínum í of langan tíma. Það er ekkert Íslenskt sendiráð í Ghana svo við þurftum að sækja um í gegnum Danska sendiráðið og láta útlendingastofnun í Danmörku sjá um visa umsóknina.

Við fórum í gegnum talsverða pappírsvinnu og vesen fyrir þessa umsókn og allir pappírar voru upp á 10 og þegar hún skilaði þeim inn til Danska sendiráðsins báðu þau hana um afrit af spjöllunum okkar á samfélagsmiðlum og hún sendi þeim þau sem við áttum á Messenger þangað til við skiptum yfir í WhatsApp.

Rúmri viku seinna hringja þeir í hana með yfirþyrmandi og yfirheyrandi spurningar um hvernig nafnið mitt er stafað, hvað fjölskyldumeðlimir mínir sem hún hefur aldrei hitt heita, hvernig maður stafar nafn föður míns og hvað vinir mínir heita eins og hún ætti bara að geta svarað þessu öllu umsvifalaust eins og nemandi sem hefur verið að læra látlaust fyrir próf í heila viku. Seinna hringja þeir í hana og krefja hana um mynd af vegabréfsárituninni minni þegar ég var hjá henni í sumar og spyrja hana að einhverjum fleiri spurningum sem hún vissi ekki hvernig ætti að svara.

Svo núna í gær, nærrum því tveimur mánuðum síðar, fékk hún bréf afhent þar sem stóð að umsókninni hafi verið hafnað því þeir vilja meina að hjónaband okkar sé einungis svo hún geti komist inn í Schengen og að þetta sé ekkert nema “Marriage of convenience” eins og stendur orðrétt á skjalinu.

Einnig var það notað gegn henni að við hefðum ákveðið að gifta okkur innan við mánuði áður en ég kom og við hefðum gift okkur 4 dögum eftir að ég lenti. Það eru semsagt bara einhverjir danskir bjúrókratar eru að véfengja hjónaband okkar og gefa í skyn að við elskum ekki hvort annað og að hún sé bara að nota mig án þess að hafa nokkurntíman hitt hvorugt okkar og dæma einungis útfrá því sem þeir sjá á einhverju blaði þannig að tölvan sagði nei.

Einnig voga þeir sér að láta eftirfarandi orð frá sér orðrétt í bréfinu: “As a result we find that there are reasons to believe that you pose a threat to public policy.” eins og það stafi einhver ógn af því að kona heimsæki eiginmann sinn frá annarri heimsálfu.

Sá sem ætlar að reyna að segja það að landamærin séu galopin upp á gátt og það geti hver sem er komið hingað til Íslands bara sisona er ekkert annað en heimskur lygari. Ég hef haft samband við lögfræðing og við ætlum að áfrýja. Þetta er ekki búið og ég ætla aldrei að gefast upp og Naomi mín MUN koma hingað til Íslands. Ég mun fara hart í þetta mál því ég elska konuna mína og hún elskar mig. Þetta mun kosta blóð, svita og tár en mér er alveg sama því ég er ALDREI að fara að játa mig sigraðan.

Öll hjálp er vel þegin svo ef þú sem ert að lesa getur aðstoðað á einhvern hátt þá er þér velkomið að gera það.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, varð ríkur af viðskiptum sem þóttu í meira lagi vafasöm.
Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga
Myndband
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt
Heimur

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Bíll endaði á húsi í Kópavogi
Innlent

Bíll endaði á húsi í Kópavogi

Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur
Skoðun

Theódóra Björk Guðjónsdóttir

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur

Fangelsismál í kreppu
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsismál í kreppu

Stöðvið blóðmerahald á Íslandi
Skoðun

Stöðvið blóðmerahald á Íslandi

Frelsið er yndislegt - Að vera þingmaður 12. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Frelsið er yndislegt - Að vera þingmaður 12. kafli

Íþróttaskólinn NÚ – framsýn nálgun á nám og íþróttir
Skoðun

Helgi Rafn Guðmundsson

Íþróttaskólinn NÚ – framsýn nálgun á nám og íþróttir

Loka auglýsingu