1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

4
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

5
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

6
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

7
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

8
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

9
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

10
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Til baka

„Ég kynntist fólki sem hafði mátt reyna að tilvist þess var dregin í efa“

Fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði tjáir sig um stöðu samkynhneigðra eftir rafmagnað viðtal á RÚV í gærkvöld

Eiríkur Rögn
Eiríkur RögnvaldssonSegir að viðhorfsbreyting hafi átt sér stað hjá honum árið 2015
Mynd: Árnastofnun

Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, tjáir sig á Facebook um stöðu samkynhneigðra eftir rafmagnað viðtal á RÚV í gærkvöld þar sem þingmaðurinn Snorri Másson ræddi málefni hinsegin fólks við Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, sem er verkefnastýri Samtakanna ’78.

„Ég er orðinn sjötugur og alinn upp í samfélagi sem vissi varla, og viðurkenndi alls ekki, að samkynhneigð væri til – og að því marki sem það var vitað var hún talin óeðli, enda kölluð „kynvilla“ og „iðkendur“ hennar „kynvillingar“.

Þetta var eitthvað sem maður las bara um í blöðum – ég held að ég hafi verið kominn vel á þrítugsaldur þegar ég frétti fyrst af nafngreindu fólki á Íslandi sem væri samkynhneigt og líklega kominn yfir þrítugt þegar ég kynntist fyrst fólki úr þeim hópi.“

Eiríkur nefnir að „eftir á hefur svo komið í ljós að ýmis skólasystkini mín á ýmsum tímum – og jafnvel kennarar – voru og eru samkynhneigð en ekkert þeirra var komið út úr skápnum á áttunda áratugnum og þetta hvarflaði ekki að manni á þeim tíma – það var eitthvað svo fjarlægt.“

Eiríkur segir að viðhorf hans til samkynhneigðar og samkynhneigðra hafi á þessum tíma verið svipuð og algengast var í minni kynslóð, kannski ekki beinlínis andstyggð en hálfgerð óbeit samt.

„En á seinustu áratugum síðustu aldar breyttust viðhorf mín til þessara mála smátt og smátt, svona í takt við þróunina í þjóðfélaginu, og sem betur fer var ég búinn að losa mig alveg við fordómana – fannst mér sjálfum a.m.k. – þegar náfrænka mín kom út úr skápnum nokkru eftir aldamótin.“

Segir Eiríkur að þá fyrst hafi hann farið að sýna í verki stuðning við baráttu samkynhneigðra; með því að taka þátt í gleðigöngum - ganga í Samtökin ´78, og ganga úr Þjóðkirkjunni í mótmælaskyni við afstöðu hennar til hjónabands samkynhneigðra.

„Samt var ég enn fastur í ýmsum gömlum hugmyndum. En það urðu hvörf í viðhorfum mínum fyrir réttum tíu árum, haustið 2015, þegar fyrrverandi nemandi minn, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, fékk mig til þess að setjast í dómnefnd fyrstu nýyrðasamkeppni Samtakanna ´78 með ýmsu góðu fólki – þar á meðal var Ugla Stefanía.“

Eiríkur segist vera ævinlega þakklátur fyrir þetta og í umræðum og starfi í nefndinni áttaði hann sig á því að kyn, kynvitund, kyngervi, kynhneigð og kyntjáning fólks getur verið margfalt fjölbreyttari en hann sjálfur hafði haft hugmynd um.

„Og það sem meira var – ég kynntist fólki sem hafði mátt reyna á eigin skinni að tilvist þess var dregin í efa og það sem fyrir þeim var ískaldur raunveruleiki þeirra sjálfra var kallað óeðli, misskilningur, sýniþörf, tiktúrur – eða hugmyndafræði.“

Haustið 2015 hélt Mímir, sem er félag íslenskunema, samkomu í Árnagarði í tilefni af degi íslenskrar tungu þar sem Alda Villiljós og María Helga Guðmundsdóttir töluðu um hinsegin fólk og íslenskuna.“

„Það var ekki síður opinberun fyrir mig sem málfræðing, sem fram að því hafði gefið lítið fyrir tal um meinta karllægni tungumálsins og fundist tilraunir til að draga úr henni byggðar á misskilningi – og fornafnið „hán“ óþarft og ljótt. En þarna áttaði ég mig á því hvað það er sárt að finnast sér vera úthýst úr sínu eigin móðurmáli – hvað það skiptir miklu máli fyrir hinsegin og kynsegin fólk – eins og auðvitað okkur hin – að þau sjálf og ástvinir þeirra geti talað um þau á þann hátt og með þeim orðum sem þau sjálf kjósa.“

Eiríkur færir í tal að honum finnist „að þetta tvennt fyrir tíu árum hafi breytt mér – gert mig víðsýnni og umburðarlyndari gagnvart hvers kyns fjölbreytileika mannlífsins. Þess vegna finnst mér ömurlegt, og í raun þyngra en tárum taki, að heyra unga menn í forréttindahópi halda því fram að raunveruleiki fólks sé bara hugmyndafræði. Því fylgja ómældir erfiðleikar af ýmsu tagi að koma út sem trans og fáránlegt að halda – eða halda því fram – að fólk geri það að gamni sínu, bara si svona.“

Að endingu segir Eiríkur að þótt hann þekki ekki „margt trans fólk þekki ég ýmsa sem eiga trans börn á ýmsum aldri og veit að þau eru skelfingu lostin yfir þróuninni og hafa miklar áhyggjur af framtíð barna sinna. Reynum bara að vera almennilegar manneskjur og leyfa fólki að vera eins og það er.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu
Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Myndir
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu
Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Loka auglýsingu