
Trúnaðarráð Eflingar hefur einróma samþykkt ályktun þar sem ríkisstjórn Íslands er hvött til að beita sér tafarlaust á alþjóðavettvangi til að stöðva „þjóðarmorð Ísraelshers gegn fólkinu á Gaza“.
Í ályktuninni, sem samþykkt var á fundi trúnaðarráðsins 4. september, segir að almenningur hafi óbærilega lengi horft upp á „beina útsendingu af morðum á saklausu fólki, almennum borgurum og börnum“.
Þar kemur einnig fram að Ísraelsher hafi „á hverjum einasta degi í næstum því tvö ár myrt 28 börn að meðaltali, sambærilegt við heilan bekk í grunnskóla“.
Trúnaðarráðið hvetur félagsmenn Eflingar til að fjölmenna á samstöðufundi sem haldnir verða á Austurvelli og víðar um landið laugardaginn 6. september klukkan 14, undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði.
Hér má lesa ályktunina í heild sinni:
Efling krefst aðgerða - Stöðvum þjóðarmorðið á Gaza!
Trúnaðarráð Eflingar hvetur Eflingarfélaga til að fjölmenna á samstöðufundi sem haldnir verða á Austurvelli og um allt land laugardaginn 6. september kl. 14 undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði.
Óbærilega lengi hefur almenningur horft upp á beina útsendingu af morðum á saklausu fólki, almennum borgurum og börnum. Ísraelsher hefur á hverjum einasta degi í næstum því tvö ár myrt 28 börn að meðaltali, sambærilegt við heilan bekk í grunnskóla.
Trúnaðarráð krefst þess að ríkisstjórn Íslands grípi tafarlaust til markvissra aðgerða á alþjóðavettvangi til að stöðva þjóðarmorð Ísraelshers gegn fólkinu á Gaza.
Ályktun samþykkt einróma á fundi trúnaðarráðs Eflingar 4. september 2025.
Komment