
Í dagbók lögreglu er frá því greint að tilkynnt hafi verið um þjófnað á hóteli og er málið í rannsókn lögreglu.
Ökumaður var stöðvaður í Hafnarfirði þar sem hann ók á 133 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Í viðræðum við ökumann vaknaði grunur að hann væri undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku og látinn laus eftir það.
Annar ökumaður í Hafnarfirði var tekinn á 17 km/klst þar sem hámarkshraði var 80 km/klst og var málið afgreitt með vettvangsskýrslu.
Einn var fluttur á slysadeild eftir rafmagnshlaupahjólaslys í Breiðholti og annar var fluttur á sjúkrahús eftir reiðhjólaslys.
Tilkynnt var um bílveltu í Mosfellsbæ en enginn slasaðist og var lögregluskýrsla rituð.
Komment