Í dagbók lögreglu frá því í dag er greint var því að tilkynnti hafi verið um einstakling sem var með vesen á sameign í Laugardalnum. Viðkomandi var vísað í burtu af lögreglu án vandræða.
Ökumaður var stöðvaður í póstnúmeri 105 vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist einnig sviptur ökuréttindum og með var með tvö börn í bifreiðinni. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Fulltrúi frá barnavernd var boðaður á lögreglustöð og fjölskyldumeðlimur kom í kjölfarið og sótti börnin. Ökumaðurinn var látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.
Tveir voru handteknir í Breiðholti vegna gruns um sölu og framleiðslu fíkniefna. Þeir voru fluttir á lögreglustöð til vistunar og látnir lausir að skýrslutöku lokinni.
Bílstjóri var í stöðvaður í Árbæ þar sem bifreiðin sem hann ók var tilkynnt stolin. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum. Hann var fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku og hann var í kjölfarið vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar máls.
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í Grafarvogi en viðkomandi einstaklingar fundust ekki.
Komment