Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og nótt er greint frá því að hópur hafi manna ráðist á einn með höggum og spörkum í miðbænum. Að því loknu hlupu þeir á brott. Árásaþol vari aumur eftir árásina en ekki slasaður.
Árekstur og bílvelta átti sér stað í Breiðholti og varð fólk fyrir minni háttar meiðslum.
Maður var handtekinn í miðbænum og vistaður í fangaklefa vegna húsbrots og eignaspjalla.
Ráðist var á mann með hníf og honum veittir stungu áverki í Laugardalnum. Maðurinn var ekki alvarlega slasaður eftir árásina en hann fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Gerandi flúði af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar, hann var vistaður í fangaklefa.
Ökumaður sem reyndist undir áhrifum áfengis valdur af umferðaróhappi í Kópavogi, einnig réðst ökumaðurinn á vegfarandi sem reyndi að varna því að ökumaðurinn færi af vettvangi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.
Komment