Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttu.
Hann var ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, föstudaginn 19. janúar 2024, í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 3,82 grömm af marijúana og 7,81 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða.
Maðurinn hafði ekki verið dæmdur brotlegur áður svo vitað sé til en hann játaði brot sitt.
Dómur hans er skilorðsbundinn til tveggja ára og voru 3,82 grömm af marijúana, 7,81 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni og Iphone farsími gerð upptæk. Þá þarf hann einnig að greiða lögmanni sínum 184.140 krónur.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment