Bauganes 3 er komið á sölu en óhætt er að segja að það minni helst á hús úr sænsku ævintýri, svo töfrandi er það.
Einbýlið er 138.6m² á stærð en í því eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi. Þá er búið að byggja viðbyggingu á bakvið er reist. Búið er að einangra, setja glugga og hurðar í en það á eftir að klæða veggina og loftin. Þar er gert ráð fyrir stóru eldhúsi með útgengi á lokaðan pall. Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja gera eignina eftir sínu höfði.
Framan við húsið er lítill sælureitur til suðurs, með fallegum gróðri og palli sem býður upp á notalega stund í sólinni eða sitja við kamínuna á kvöldin.
Eigendurnir vilja fá 125.000.000 krónur fyrir húsið.








Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment