
Rapparinn Daníel Alvin Haraldsson og söngkonan Birta Birgisdóttir gengu í það heilaga núna um helgina.
Athöfnin fór fram á laugardaginn og var svo haldin veisla á Pablo Discobar þar sem rappararnir Kristmundur Axel, Saint Pete og Jói Dagur tóku lagið ásamt því að Daníel tók lagið. Hjónin birtu myndir frá þessum gleðimikla degi á samfélagsmiðlum.
Parið hefur verið saman í níu ár og eiga saman einn strák og á Daníel einn strák úr fyrra sambandi.
Daníel er þessa daganna að vinna að plötu sem kemur út á næstu vikum og syngur Birta í einu lagi í plötunni. Daníel hefur átt góðu gengi að fagna með laginu Píramídar sem kom út fyrr á árinu en rapparinn Saint Pete kemur einnig fyrir því. Þá var hann á sínum tíma einn vinsælasti rappari landsins þegar hann var hluti af hljómsveit sem bar nafnið Þriðja Hæðin.





Komment