
Dagur B. Eggertsson, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar skrifaði í gær afar fallega Facebook-færslu þar sem hann fagnar 24 ára brúðkaupsafmæli sínu og Örnu Daggar Einarsdóttur.
Með færslunni birtir Dagur ljósmynd sem sýnir hin nýgiftu hjón í sæluvímu sem fylgir brúðkaupum. Dagur segir í færslunni að það votti fyrir stolti á ljósmyndinni enda hafi verið innistæða fyrir því.
Dagur skrifaði: „Já, það vottar fyrir stolti, jafnvel monti, á þessari mynd af mér sem var tekin fyrir nákvæmlega 24 árum - upp á dag. Og það var innistæða fyrir því: ég var að giftast ástinni minni, Örnu, sem ég elska líka í dag og alla daga. Innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið ástin min!“
Hér fyrir neðan má svo sjá hin fallegu brúðhjón.

Komment