1
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

2
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

3
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

4
Innlent

Eldgosið nú með forgangi Icelandia

5
Menning

GKR sussar á fólk

6
Heimur

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi

7
Innlent

Svona var druslugangan 2025

8
Heimur

Hafa forsetann að háði og spotti

Til baka

Dagur B. steig óvænt á svið sem gestaleikari

„Sumir dagar eru undarlegri og betri en aðrir.“

Leikrit
LeikhópurinnSviðslistahúsið Afturámóti sýnir Ber er hver, nýjan íslenskan gamanleik, í Háskólabíói
Mynd: Facebook

Dagur B. Eggertsson átti ansi hreint óvenjulegt kvöld í gær en þá steig hann á svið sem leikari í Háskólabíói, eitthvað sem honum datt ekki í hug að myndi gerast þegar hann vaknaði í gærmorgun.

Fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og núverandi þingmaður Samfylkingarinnar skrifaði skemmtilega Facebook-færslu í morgun þar sem hann segir frá afar einstöku kvöldi sem hann átti í gær. Barst honum óvænt símtal frá engum öðrum en Króla sjálfum sem vantaði gestaleikara á svið Háskólabíós og það strax um kvöldið. Um var að ræða nýjan íslenskan gamanleik, Ber er hver, sem Sviðslistahúsið Afturámóti sýnir í Háskólabíói þessa dagana. Dagur skrifaði:

„Sumir dagar eru undarlegri og betri en aðrir. Eftir að hafa verið óvenju eirðarlaus fram eftir degi í gær fékk ég óvænt símtal seinni partinn. Það var @kiddioli betur þekktur sem Króli sem var ögn trekktur á línunni og vantaði sem sagt gestaleikara í frumsamda leiksýningu í Háskólabíó þá um kvöldið.“

Dagur ákvað að grípa gæsina og slá til:

„Eftir stutta umhugsun sló ég til. Mætti hálftíma fyrir sýninguna og fékk þá textann fyrir senuna - upp á þrjár síður - í sms. Tvö rennsli og svo hófst sýningin! Fullt hús af áhorfendum og rífandi stemmning. Þetta var líklega akkúrat adrenalínið sem ég þurfti eftir spennufall vikunnar. Lukkaðist furðanlega og ótrúlega gaman að taka þátt.“

Þingmaðurinn hárprúði fékk að lokum afhent kefli frá fyrri gestaleikara sýningarinnar:

„Eftir uppklapp fékk ég svo sérstaklega afhent keflið eða öllu heldur byssuna - af fyrri gestaleikara - Boga Ágústssyni. Magnað alveg. Mæli með Ber er hver að baki og þakka fyrir mig!“

Leikrit2
Við lok sýningarinnarBogi Ágústsson afhenti Degi keflið
Mynd: Facebook
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Hafa forsetann að háði og spotti
Heimur

Hafa forsetann að háði og spotti

Skotar láta skína í kímnigáfuna í mótmælum gegn Donald Trump, sem spilar golf í landinu.
Svona var druslugangan 2025
Myndir
Innlent

Svona var druslugangan 2025

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

Eldgosið nú með forgangi Icelandia
Myndir
Innlent

Eldgosið nú með forgangi Icelandia

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi
Heimur

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi

Gulli Reynis kveður sviðið
Viðtal
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

Hallgrímur hæðist að Njáli
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað
Heimur

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað

Hefur þú séð þessa menn?
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Menning

GKR sussar á fólk
Menning

GKR sussar á fólk

Virðist gera það erlendis að einhverju leyti
Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum lýkur í dag
Myndir
Menning

Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum lýkur í dag

Emmsjé Gauti „fokkar shitti upp“
Menning

Emmsjé Gauti „fokkar shitti upp“

Dagur B. steig óvænt á svið sem gestaleikari
Menning

Dagur B. steig óvænt á svið sem gestaleikari

Loka auglýsingu