1
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

2
Innlent

Alma endurkjörin

3
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

4
Heimur

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns

5
Innlent

Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás

6
Fólk

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús

7
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

8
Peningar

Gómsætur hagnaður hjá Freyju

9
Innlent

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað

10
Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi

Til baka

Brynjólfur Bjarnason er látinn

|

Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi forstjóri lést á heimili sínu í Nýhöfn í Garðabæ sunnudaginn 16. mars. Hann fæddist 18. júlí 1946 og var því á 79 aldursári.

Foreldrar Brynjólfs voru þau Kristjana Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík, fædd 1923, dáin 2000, og Bjarni Björnsson forstjóri í Reykjavík, fæddur 1920, dáinn 2001.

Samkvæmt mbl.is ólst Brynjólfur upp í Hlíðunum við gott atlæti foreldra sinna á fallegu menningarheimili ásamt þremur fjörugum bræðrum.

Gekk Brynjólfur í Austurbæjarskóla og síðan í Verzlunarskóla Íslands en þaðan útskrifaðist hann sem stúdent árið 1967. Þá útskrifaðist hann með cand. oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973.

Brynjólfur var forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins), á árunum 1973 til 11976 og framkvæmdarstjóri Almenna bókafélagsins frá 1976 til 1983. Ári síðar tók hann við starfi framkvæmdarstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Granda og gengdi því til 2002. Leiddi hann þar umbreytingu og einkavæðingu fyrirtækisins. Þá var hann forstjóri samskiptafélagsins Símans/Skipta frá 2002-2010 og stýrði þar einkavæðingu Landsíma Íslands í Símann árið 2005. Brynjólfur tók svo við starfi framkvæmdarstjóra Framtakssjóðs Íslands árið 2012 og gengdi því til 2014. Frá 2014-2024 var hann í stjórn Arion banka og stjórnarformaður bankans frá 2019-2024.

Í gegnum tíðina sat Brynjólfur í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í sjávarútvegi en þar ber helst að nefna LÍÚ, Codwater seafood, Þórmóðs ramma á Siglufirði og Ísfélags Vestmannaeyja. Þá sat hann einnig í stjórnum fjarskiptafélaga á borð við Símann og Mílu og í stjórnun félaga á fjármálamarkaði, eins og svo sem Arion Banka, Íslandsbanka og Almenna lífeyrissjóðsins. Aukreitis sat Brynjólfur í stjórnum ýmissa fyrirtækja í iðnaðarstarfsemi, eins og til dæmis ISAL/Rio Tinto, Promens, Álafoss og verksmiðjunnar Dúks, sem var fyrirtæki föður hans. Að lokum má nefna að hann sat einnig í stjórnum nokkurra menningastofnana og félagasamtaka, á borð við AB bókaútgáfu, Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000, í Launasjóði rithöfunda og Leikritunarsjóði Leikfélags Reykjavíkur, svo eitthvað sé nefnt.


Þá var Brynjólfur lengi vel ræðismaður Síle á Íslandi en árið 2008 hlaut hann heiðursorðuna „Chi­le­an Or­der al Mer­ito“. Árið 1994 var hann sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar.

Eftirlifandi eiginkona Brynjólfs er Þorbjörg Kristín Jónsdóttir rekstrarhagfræðingur en hún er fædd árið 1962. Þau gengu í það heilaga árið 1993. Börn þeirra eru Brynjólfur Jón og Helena Kristín en börn Brynjólfs með fyrri eiginkonu sinni, Kristínu Thors (þau skildu árið 1990), og stjúpbörn Þorbjargar, eru Birgir Örn, Kristjana, Helga Birna og Bjarni. Uppeldisdóttir hjónanna er Sandra Yildiz Castillo Calle en barnabörnin eru 11 og

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Brynj­ólfs er Þor­björg Krist­ín Jóns­dótt­ir rekstr­ar­hag­fræðing­ur, f. 1962, þau giftu sig 1993. Börn þeirra eru Brynj­ólf­ur Jón og Helena Krist­ín. Börn Brynj­ólfs með fyrri eig­in­konu, Krist­ínu Thors (þau skildu 1990), og stjúp­börn Þor­bjarg­ar, eru Birg­ir Örn, Kristjana, Helga Birna og Bjarni. Upp­eld­is­dótt­ir Brynj­ólfs og Þor­bjarg­ar er Sandra Yild­iz Castillo Calle. Barna­börn­in eru 11 og barna­barna­börn­in 2.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi
Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi

Ökumaðurinn hafði valdið umferðaróhappi
Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns
Heimur

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús
Myndir
Fólk

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands
Viðtal
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað
Myndir
Innlent

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað

Gómsætur hagnaður hjá Freyju
Peningar

Gómsætur hagnaður hjá Freyju

Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás
Innlent

Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás

Jón Steinar dásamar „A Star Is Born“
Fólk

Jón Steinar dásamar „A Star Is Born“

Daniel tekinn með eiturlyf og vopn við Perluna
Innlent

Daniel tekinn með eiturlyf og vopn við Perluna

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað
Peningar

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað

Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi
Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi

Ökumaðurinn hafði valdið umferðaróhappi
Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands
Viðtal
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað
Myndir
Innlent

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað

Loka auglýsingu