1
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

2
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

3
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

4
Innlent

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“

5
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

6
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

7
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

8
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

9
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

10
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Til baka

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

„Hann myndi vilja að þær væru á heimili sem væri meira sniðið að þeirra þörfum, ekki hans“

Bruce Willis
Bruce Willis og frúHjónin búa nú í sitthvoru húsinu
Mynd: Instagram-skjáskot

Emma Heming Willis, eiginkona leikarans Bruce Willis, hefur nú opinberað að þau hjónin búi nú sitt í hvoru lagi til að hægt sé að sinna þörfum hans sem best. Bruce greindist með fram- og gagnaugablaðs heilabilun (FTD) árið 2023.

Í nýjum heimildarþætti útskýrði Emma að þótt þessi ákvörðun hafi verið ein sú erfiðasta sem hún hafi þurft að taka, hafi hún vitað að það væri það sem Bruce myndi óska fyrir dætur þeirra. „Hann myndi vilja að þær væru á heimili sem væri meira sniðið að þeirra þörfum, ekki hans,“ sagði hún.

Emma býr því með dætrum þeirra, Mabel og Evelyn, á öðru heimili fjölskyldunnar. „Það er hús fullt af ást, hlýju, umhyggju og hlátri. Það hefur verið fallegt að sjá hversu margir vinir Bruce halda áfram að sýna honum stuðning. Þeir koma með líf og gleði inn í aðstæðurnar,“ sagði hún.

Fyrrverandi eiginkona leikarans, Demi Moore, og dætur þeirra saman, Rumer Willis (36), Scout Willis (33) og Tallulah Willis (31), heimsækja Bruce einnig reglulega.

Emma sagðist óska þess að hún gæti spurt eiginmann sinn einfaldra spurninga. „Ég myndi vilja vita hvernig honum líður, hvort hann sé hræddur, hvort hann hafi áhyggjur, eða hvort við gætum stutt hann betur. Ég myndi bara vilja eiga samtal við hann,“ sagði hún.

Þrátt fyrir að heilsa hans sé almennt góð hefur málgeta hans farið versnandi. „Hann er enn mjög hreyfanlegur og í góðu líkamlegu formi, það er bara heilinn sem bregst honum. Við höfum fundið leið til að eiga samskipti sem er öðruvísi, en ég er þakklát að eiginmaður minn sé mjög mikið ennþá hér,“ sagði Emma.

Árið 2022 tilkynnti fjölskylda Bruce að hann myndi hætta störfum í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol (aphasia), taugasjúkdóm sem hefur áhrif á hæfni til tjáningar. Í yfirlýsingu fjölskyldunnar á þeim tíma sagði meðal annars

„Vegna þessara heilsufarsvandamála og eftir mikla íhugun hefur Bruce ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum sem hefur þýtt svo mikið fyrir hann.“

Fjölskyldan bætti við að þetta væri krefjandi tími en þau stæðu saman sem sterk eining. Þau þökkuðu aðdáendum stuðninginn og hvöttu þá áfram til að „njóta lífsins,“ eins og Bruce hefði sjálfur oft sagt.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

„Ég hef bara aldrei séð svona áður á ævinni“
Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria
Heimur

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“
Heimur

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“

Loka auglýsingu