
Cruz í hlutverk Tuco SalamancaSá framdi mjög alvarlega glæpi í Breaking Bad.
Mynd: Skjáskot
Leikarinn Raymond Cruz var á dögunum handtekinn fyrir stórfurðulegt brot en samkvæmt fjömiðlum vestanhafs var hann að þrífa bíl sinn við heimili sitt í Los Angeles þegar hann notaði vatnsslöngu til að sprauta á dóttur nágranna síns. Á hún hafa verið fyrir leikaranum þegar hann var að þrífa bílinn en neitað að færa sig.
Foreldrar hennar sáu atvikið og hringdu á lögreglu, sem mætti á svæðið og handtók leikarann og hafa foreldrarnir ákveðið að kæra hann. Leikaranum var fljótlega sleppt úr haldi en þarf að mæta fyrir dómara 1. október næstkomandi.
Cruz sló í gegn sem Tuco Salamanca í þáttunum Breaking Bad og Better Call Saul og hefur átt góðu gengi að fagna síðan þá.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment