1
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

2
Innlent

Alma endurkjörin

3
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

4
Heimur

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns

5
Innlent

Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás

6
Fólk

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús

7
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

8
Peningar

Gómsætur hagnaður hjá Freyju

9
Innlent

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað

10
Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi

Til baka

Boða mótmæli fyrir utan ríkisstjórnarfund í fyrramálið

„Gaza getur ekki beðið lengur!“

Mótmæli
MótmæliFrá 7. október hafa mótmæli gegn þjóðarmorði Ísraela verið áberandi.
Mynd: Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund í fyrramálið.

Samkvæmt fréttatilkynningu hyggst Félagið Ísland-Palestínu mótmæla á morgun klukkan 08:45 fyrir utan Hverfisgötu 4 þar sem ríkisstjórn Íslands mun funda. Krefst félagið að ríkisstjórnin ræði stöðuna á Gaza á fundinum og að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra standi við orð sín um að eiga frumkvæði að viðræðum við önnur ríki Norðurlandanna um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael, „eins og forsætisráðherra hefur sjálf ítrekað talað um,“ eins og það er orðað í tilkynningunni.

Þar stendur einnig eftirfarandi texti:

„Síðan vopnahlé á Gaza var samþykkt hefur Ísraelsríki ítrekað brotið vopnahléssamninginn. Ísraelsher hefur drepið yfir hundrað Palestínumenn á Gaza auk þess að loka á rafmagn og á allan innflutning á neyðaraðstoð inn á Gaza: matvæli, vatn, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Staðan á Gaza er alvarlegri en við getum ímyndað okkur. Þvingaðir brottflutningar, áform um þjóðernishreinsanir, þjóðarmorð og landtöku á Gaza eru rædd fyrir opnum dyrum í Ísrael og af Bandaríkjaforseta. Þjóðernishreinsanir Ísraels eru einnig í fullum gangi á Vesturbakkanum þar sem yfir 40.000 manns hafa veirð hrakin af heimilum sínum síðan vopnahlé var samþykkt.“

Ennfremur segir í fréttatilkynningu félagsins að stríðsglæpir Ísraelshers haldi áfram án aðgerða frá alþjóðasamfélaginu og að á meðan molni undan alþjóðakerfinu. „Ísrael hefur hunsað allar ályktanir SÞ, alla bráðabirgðaúrskurði alþjóðadómstólsins og öll áköll alþjóðasamfélagsins.“

Þá er minnst á skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út fyrir helgi, sem sýnir að Ísrael noti kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi af ásetningi til að kúga palestínsku þjóðina, „og kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að Ísrael gerist sekt um stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og þjóðarmorð. Ísland á sæti í Mannréttindaráði SÞ og ber skylda til að fylgja niðurstöðum skýrslunnar eftir með aðgerðum.“

Að lokum hvetur félagið fólk til þess að fjölmenna og þrýsta á forsætisráherra og ríkisstjórnina að „standa við orð sýn um að eiga frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael. Gaza getur ekki beðið lengur!“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi
Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi

Ökumaðurinn hafði valdið umferðaróhappi
Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns
Heimur

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús
Myndir
Fólk

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands
Viðtal
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað
Myndir
Innlent

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað

Gómsætur hagnaður hjá Freyju
Peningar

Gómsætur hagnaður hjá Freyju

Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás
Innlent

Kona í Hafnarfirði handtekin fyrir líkamsárás

Jón Steinar dásamar „A Star Is Born“
Fólk

Jón Steinar dásamar „A Star Is Born“

Daniel tekinn með eiturlyf og vopn við Perluna
Innlent

Daniel tekinn með eiturlyf og vopn við Perluna

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað
Peningar

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað

Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi
Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi

Ökumaðurinn hafði valdið umferðaróhappi
Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands
Viðtal
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað
Myndir
Innlent

Ráðstefnugestum í Iðnó hampað

Loka auglýsingu