1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

9
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

10
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Til baka

Blótar og biður leikara að standast Trump

Pedro Pascal, innflytjandi í Bandaríkjunum, „mjög ógnvekjandi fyrir leikara“ að stjá sig um Trump, í viðtali í Cannes.

Pedro Pascal
Pedro PascalLeikarinn, sem nýverið var á Íslandi, segir ógnvekjandi að tala gegn Donald Trump.
Mynd: AFP

Bandarísk-sílenski leikarinn Pedro Pascal lét hafa eftir sér blótsyrðum blandað ákall til Hollywood um að standast pólitískan þrýsting í Bandaríkjunum í dag, en viðurkenndi jafnframt að það væri „ógnvekjandi“ að tala gegn Donald Trump forseta.

Þegar hann var spurður um innflytjendastefnu Trumps sagði aðalleikarinn úr „The Last of Us“ við blaðamenn: „Það er mjög ógnvekjandi fyrir leikara sem tekur þátt í kvikmynd að tjá sig um svona málefni.“

„Ég er innflytjandi. Foreldrar mínir eru flóttamenn frá Síle. Við flúðum einræðisstjórn og ég naut þeirra forréttinda að alast upp í Bandaríkjunum eftir hælisveitingu í Danmörku... Ég stend vörð um þessa vernd,“ sagði 50 ára gamli leikarinn á blaðamannafundi í Cannes.

Pascal var á kvikmyndahátíðinni í Cannes ásamt Joaquin Phoenix til að frumsýna „Eddington“, öfluga og myrka satíru sem skoðar eitraða stjórnmálaumræðu Bandaríkjanna. Sögusviðið er Nýja-Mexíkó á tímum Covid-faraldursins.

Myndinni er leikstýrt af hryllingsmeistaranum Ari Aster og hlaut lof fyrir metnaðarfulla nálgun sína, en gagnrýnandi Time tímaritsins var einn þeirra sem taldi hana „yfirfulla af hugmyndum“.

Pascal bergmálaði skilaboð frá Robert De Niro á opnunarkvöldi Cannes og hélt því fram að kvikmyndaiðnaðurinn þyrfti að finna hugrekki til að vera pólitískur.

„Svo haldið áfram að segja sögurnar, haldið áfram að tjá ykkur og haldið áfram að berjast fyrir því að vera þið sjálf,“ sagði hann. „Til fjandans með þá sem reyna að hræða ykkur. Og berjist á móti.

Þetta er fullkomin leið til þess að gera það, með því að segja sögur. Leyfið þeim ekki að vinna.“

Pólitísk Cannes

Trump hefur gert sjálfan sig að einu helsta umræðuefninu í Cannes í þessari viku eftir að hann tilkynnti þann 5. maí að hann vildi 100% tolla á kvikmyndir „framleiddar í erlendum löndum“.

Robert De Niro, sem tók á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt í Cannes á þriðjudaginn, hvatti áheyrendur úr hópi leiðandi leikstjóra og leikara til að rísa gegn „menningarsnauðum forseta Bandaríkjanna“.

Margir úr kvikmyndageiranum sem staddir voru í Cannes í þessari viku hafa gagnrýnt tollahugmynd Trumps. Scott Jones frá Artist View Entertainment sagði við AFP að hugmyndin „gæti virkilega skaðað okkur“.

Cannes-hátíðin á frönsku Rivíerunni, sem stendur til næsta laugardags, hefur verið pólitískt hlaðin í ár, þar sem innanlandspólitík Bandaríkjanna sem og stríðin á Gaza og í Úkraínu hafa kallað fram sterkar yfirlýsingar.

Stórstjörnurnar Jennifer Lawrence og Robert Pattinson tryggðu þó að athyglin beindist enn að rauða dreglinum á laugardaginn með frumsýningu myndar sinnar „Die, My Love“ eftir breska leikstjórann Lynn Ramsay.

Breski leikarinn Harris Dickinson, 28 ára gamall leikari úr „Babygirl“ sem nýtur hraðrar upprisu í kvikmyndaiðnaðinum, sýndi einnig leikstjórnarfrumraun sína „Urchin“ við mikið lof.

„Farið varlega með mig... þetta er fyrsta myndin mín svo ef ykkur líkar hún ekki, segið mér það blíðlega,“ sagði hann fyrir sýninguna.

Öfgar

Í „Eddington“ dregur Aster upp mynd af sínu sundraða landi sem gerir grín að öllum frá byssuelskandi íhaldsmönnum í suðurríkjum Bandaríkjanna til hvítra aðgerðasinna gegn kynþáttafordómum sem stunda dyggðaskreytingar.

Emma Stone (úr „La La Land“ og „Poor Things“) leikur eiginkonu Phoenix sem sogast inn í heim samsæriskenningasinna sem hafa þráhyggju um barnaníðinga, og einn þeirra er leikinn af Austin Butler, sem áður hefur leikið Elvis í samnefndri mynd.

Leikstjórinn, Ari Aster, viðurkenndi að hafa áhyggjur af stefnu Bandaríkjanna og setti sér það markmið að lýsa henni í mynd sinni, þar sem félagsleg satíra í upphafi víkur smám saman fyrir dekkri sýn.

Þegar hann var spurður á föstudaginn hvort sundraður stjórnmálaheimur Bandaríkjanna og fallið traust gagnvart fjölmiðlum gæti verið að leiða landið á braut hópofbeldis, sagði hann: „Það er vissulega eitthvað sem ég óttast.

Það virðist sem ekkert sé verið að gera til að tempra öfgarnar núna,“ bætti hann við.

„Eddington“ keppir um Gullpálmann á Cannes.

Uppáhaldsmyndir gagnrýnenda hingað til eru meðal annars þýskumælandi drama „The Sound of Falling“, In die Sonne schauen, eða Starað á sólina, sem og tilraunakennda rave-ferðatryllirinn „Sirat“.

Sigurvegari Cannes í fyrra - „Anora“ eftir Sean Baker - hélt áfram sigurgöngunni og varð sigursælust á Óskarsverðlaununum í vetur.

Annars staðar í Cannes á laugardaginn varð karlmaður fyrir fallandi pálmatré á aðalgöngugötunni við ströndina sem fræga fólkið og kvikmyndagerðarfólk fer eftir daglega til að komast á viðburðastaði hátíðarinnar.

Maðurinn slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Segir lögregluna hafa klúðrað málinu
Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna
Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna

„Þetta hljómaði hálf-klikkað árið 2012 en virðist nú vera að raungerast“
„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“
Menning

„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“

Salka Sól er úr gulli gerð
Menning

Salka Sól er úr gulli gerð

Gugga Lísa kveður móður sína
Myndband
Menning

Gugga Lísa kveður móður sína

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Eitt af blómum Páls Óskars
Menning

Eitt af blómum Páls Óskars

Loka auglýsingu