Svakalega lestrarkeppnin hóf göngu sína í síðustu viku en það lestrarkeppni fyrir grunnskóla landsins með það markmið að hvetja börn í 1. - 7. bekk til að lesa meira.
Í tilefni þess deildu ráðherra ríkisstjórnar Íslands sínum uppáhalds barnabókum en listinn birtist á vef stjórnarráðsins.
Bækurnar góðu
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra
Jón Oddur og Jón Bjarni (1974) eftir Guðrúnu Helgadóttur er í uppáhaldi. Sú barnabók sem hafði hvað mest áhrif á Loga var Bróðir minn Ljónshjarta á meðan Tinni í Tíbet fékk flestar flettingar - og fær enn reglulega þó það sé mestmegnis vegna myndanna.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra
Blómin á þakinu (1985) eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra
Ronja ræningjadóttir (1981) eftir Astrid Lindgren í þýðingu Helgu Kress.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra
Geimstöðin í seríunni Ævintýri Tom Swift (1960) eftir Victor Appleton í þýðingu Skúla Jenssonar.
Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra
Alli, Nalli og Tunglið (1929) eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Hringadróttinssaga eftir J. R. R. Tolkien (1954-1955) í þýðingu Þorsteins Thorarensen
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra
Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren (1973) í þýðingu Helgu Kress og Fimm bókaflokkurinn (1942-1963) eftir Enid Blyton í þýðingu Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra
Palli var einn í heiminum eftir Jens Sigsgaard (1942) í þýðingu Þórarins Eldjárns.
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra
Valsauga og Minnetonka eftir Ulf Uller (1947) í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar.
Alma Möller, heilbrigðisráðherra
Salomón svarti eftir Hjört Gíslason (1960).
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra
Tinna-bækurnar eftir Hergé (1930-1976). Þýðendur: Loftur Guðmundsson og Þorsteinn Ó. Thorarensen
Komment