1
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

2
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

3
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

4
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

5
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

6
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

7
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

8
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

9
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

10
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

Til baka

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“

„Ég get ekki lengur gengið með pressukort Reuters nema með djúpri skömm og sorg“

Valerie Zink
Fjölmiðlaskírteini ValerieBlaðaljósmyndarinn getur ekki hugsað sér að starfa lengur fyrir Reuters
Mynd: Facebook

Kanadíski blaðaljósmyndarinn Valerie Zink hefur sagt skilið við Reuters eftir átta ára samstarf við fréttastofuna. Hún segir ákvörðunina óhjákvæmilega í ljósi þess að Reuters hafi „réttlætt og gert mögulega kerfisbundna aftöku 245 blaðamanna á Gaza.“

„Ég skulda palestínskum samstarfsmönnum mínum minnst þetta, og miklu meira,“ skrifaði Zink í færslu á Facebook þar sem hún tilkynnti ákvörðun sína.

Zink hefur síðustu ár starfað sem sjálfstætt starfandi ljósmyndar fyrir Reuters og verk hennar verið birt í fjölmiðlum á borð við New York Times og Al Jazeera. Hún gagnrýnir Reuters harðlega fyrir að taka upp og birta ósannaðar fullyrðingar Ísraelsher um blaðamenn á Gaza.

Hún nefnir sérstaklega morðið á Anas Al-Sharif, fréttamanni Al Jazeera sem hlaut Pulitzer-verðlaun fyrir störf sín fyrir Reuters. Þegar Al-Sharif og allt fréttateymi Al Jazeera í Gaza borg voru drepin 10. ágúst, hafi Reuters kosið að birta fullyrðingu Ísraels um að hann væri Hamas-liði, „ein af ótal lygum sem fjölmiðlar eins og Reuters hafa endurtekið dyggilega og af skyldurækni.“

„Vilji Reuters til að endurtaka áróður Ísraels, hefur ekki bjargað þeirra eigin fréttamönnum undan þjóðarmorði Ísraels,“ skrifar hún og vísar til þess að fimm blaðamenn, þar á meðal Reuters-myndatökumaðurinn Hossam Al-Masri, hafi verið drepnir í árás á Nasser-sjúkrahúsið á dögunum.

Zink vitnar einnig til orða bandaríska blaðamannsins Jeremy Scahill sem sagði að „frá New York Times til Washington Post, frá AP til Reuters hafi allar helstu fjölmiðlaveitur orðið færiband fyrir áróður Ísraels, hvítþvegið stríðsglæpi og yfirgefið kollega sína og meinta skuldbindingu við heiðarlega fréttamennsku.“

Í færslu sinni segir Zink að Vestrænir ­miðlar hafi með þessu skapað aðstæður þar sem fleiri blaðamenn hafi verið drepnir á tveimur árum á Gaza en samanlagt í fyrri heimsstyrjöld, seinni heimsstyrjöld, Kóreustríðinu, Víetnamstríðinu, stríðinu í Afganistan, Júgóslavíu og Úkraínu.

„Ég get ekki lengur gengið með pressukort Reuters nema með djúpri skömm og sorg,“ skrifar hún. „Ég veit ekki hvernig á að byrja að heiðra hugrekki og fórnfýsi blaðamanna á Gaza, þeirra bestu og hugrökkustu sem hafa lifað, en framvegis mun ég beina allri minni orku í að leggja mitt af mörkum með þá hugsjón að leiðarljósi.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

„Ég hef bara aldrei séð svona áður á ævinni“
Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria
Heimur

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“
Heimur

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“

Loka auglýsingu