1
Peningar

Gummi Ben og Kjartan Atli stofna fyrirtæki

2
Innlent

Mannauðsstjóri Kópavogs reif niður auglýsingar um Kvennaverkfallið

3
Peningar

Trylltur hagnaður hjá Balta

4
Fólk

Fegurðardrottning selur í Kópavogi

5
Heimur

Glæpagengi sem herjaði á ferðamenn á Tene handsamað

6
Peningar

Hanna María mætt til leiks

7
Innlent

Segist aðeins hafa verið áreitt af erlendum karlmönnum í bænum

8
Innlent

Slasaður eftir líkamsárás í Garðabæ

9
Innlent

Jóhannes dæmdur fyrir að aka á göngustígum og á móti umferð

10
Innlent

Stefán Einar sagði að launamunur kynjanna væri „siðferðislegt vandamál“

Til baka

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega

„Hvers konar músarholu og molbúa hugsunarháttur er þetta eiginlega?“

Snorri Másson-5
Snorri MássonBjörn gagnrýnir Snorra harðlega
Mynd: Víkingur

Samfélagsrýninn Björn Birgisson frá Grindavík gagnrýnir nýtt slagorð Ungra Miðflokksmanna harðlega í færslu á Facebook, þar sem hann segir slagorðið endurspegla þröngsýna og útilokandi heimsmynd.

Björn Birgisson
Björn BirgissonBjörn er ekki hrifinn af stefnu Miðflokksins
Mynd: Facebook

Björn vísar til þess að ungt fólk innan Miðflokksins hafi tekið upp slagorðið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ í aðdraganda landsfundar flokksins um helgina og bendir á að það sé „sótt í smiðju öfgasinnaðra hægriflokka bæði austanhafs og vestan.“

Í færslu sinni nefnir hann að „Snorri Másson, nýkjörinn varaformaður Miðflokksins, er á þessari línu“, og hafi í þingræðu talið upp nokkur verkefni sem Ísland styður erlendis, en tekið skýrt fram að „fyrst ætti að hlúa að okkar fólki sem væri í vandræðum.“

Björn gagnrýnir þá afstöðu að Ísland eigi ekki að leggja sitt af mörkum í alþjóðlegu hjálparstarfi. Hann skrifar að Snorri „vilji ekki að við hjálpum fólki á Gaza. Ekki í Úkraínu heldur. Ekki í Afríku.“

„Íslendingar eigi að nota alla þá peninga sem rata í ríkiskassann hér innanlands og verkefnin séu næg,“ skrifar Björn og bætir við að þessi hugsun veki upp spurningar:

„Ef skoðanabræður Miðflokksins leggðu undir sig heiminn yrði þá klippt á allt hjálparstarf á milli landa og heimsálfa?“

Hann spyr jafnframt hvort Ísland mætti búast við að engar þjóðir kæmu til aðstoðar ef landið lenti í erfiðleikum, líkt og á fjármálahrunsárunum.

„Hvers konar músarholu og molbúa hugsunarháttur er þetta eiginlega?“ spyr Björn og heldur áfram:

„Hvers vegna þarf endilega að takmarka aðstoð við fólk í algjörri neyð og lífshættu við einhver landamæri?“

Björn segir að um sé að ræða „efnahagslega Apartheid stefnu“ sem bitni harkalega á fólki í mestri neyð og hörmungum.

Í færslunni dregur hann einnig upp mynd af því hvernig þessi hugsunarháttur gæti komið fram innanlands:

„Ef snjóflóð, eldgos, eða skriðuföll eyðileggja allar veraldlegar eigur og taka mannslíf við einhverjar tilteknar götur í bæjarfélagi, eigum við þá eingöngu að aðstoða fólkið sem er með íslenska kennitölu?“

Björn endar færslu sína á því að fordæma stefnu flokksins í þessum málum:

„Kæru vinir. Ykkur finnst kannski fast eða harkalega að orði komist, en mér finnst stefna Miðflokksins í þessum málum algjör músarholu- og molbúastefna. Huglægur kærleikurinn er settur á aðra vogarskálina og fjármunir á hina og þar sigra þeir alltaf.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ísrael heldur áfram að meina erlendum blaðamönnum aðgang að Gaza
Heimur

Ísrael heldur áfram að meina erlendum blaðamönnum aðgang að Gaza

Yfirvöld fá 30 daga frest til að lýsa afstöðu sinni til málsins
Ístex glímir við rekstrarvanda
Landið

Ístex glímir við rekstrarvanda

Fáskrúðsfirðingur tekinn með amfetamín á Reykjavíkurflugvelli
Innlent

Fáskrúðsfirðingur tekinn með amfetamín á Reykjavíkurflugvelli

Segist aðeins hafa verið áreitt af erlendum karlmönnum í bænum
Innlent

Segist aðeins hafa verið áreitt af erlendum karlmönnum í bænum

Nístingskuldi mögulega truflaði glæpamenn í nótt
Innlent

Nístingskuldi mögulega truflaði glæpamenn í nótt

Úkraína gæti keypt 150 orrustuþotur af Svíþjóð
Heimur

Úkraína gæti keypt 150 orrustuþotur af Svíþjóð

Mannauðsstjóri Kópavogs reif niður auglýsingar um Kvennaverkfallið
Innlent

Mannauðsstjóri Kópavogs reif niður auglýsingar um Kvennaverkfallið

Stefán Einar sagði að launamunur kynjanna væri „siðferðislegt vandamál“
Innlent

Stefán Einar sagði að launamunur kynjanna væri „siðferðislegt vandamál“

Hafsteinn Dan gerður að formanni
Innlent

Hafsteinn Dan gerður að formanni

Glæpagengi sem herjaði á ferðamenn á Tene handsamað
Heimur

Glæpagengi sem herjaði á ferðamenn á Tene handsamað

Hanna María mætt til leiks
Peningar

Hanna María mætt til leiks

Gummi Ben og Kjartan Atli stofna fyrirtæki
Peningar

Gummi Ben og Kjartan Atli stofna fyrirtæki

Jóhannes dæmdur fyrir að aka á göngustígum og á móti umferð
Innlent

Jóhannes dæmdur fyrir að aka á göngustígum og á móti umferð

Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Við biðjum aðeins um réttlæti, öryggi og mannlega reisn“
Sigmundur vill bjóða Trump í golf og veita honum verðlaun
Pólitík

Sigmundur vill bjóða Trump í golf og veita honum verðlaun

Ágústa hjólar í Eld Smára
Pólitík

Ágústa hjólar í Eld Smára

„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“
Pólitík

„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“

Jón Gnarr fór á kostum á Alþingi
Myndband
Pólitík

Jón Gnarr fór á kostum á Alþingi

Söguleg stund á Alþingi
Myndir
Pólitík

Söguleg stund á Alþingi

Loka auglýsingu