Björn Ingi Helgason hefur verið dæmdur í 90 daga fangelsi af Héraðdómi Reykjavíkur en dómur þess efnis var nýlega birtur.
Björn var ákærður fyrir eignaspjöll, með því að hafa að kvöldi miðvikudagsins 27. desember 2023, í lögreglubifreið sem var kyrrstæð í Hafnarstræti í Reykjavík, ítrekað skallað hægri hliðarrúðu bifreiðarinnar, farþegamegin að aftan, með þeim afleiðingum að hún brotnaði.
Björn játaði brot sitt fyrir dómi en með dómnum rauf hann því árið 2022 þegar hann var dæmdur fyrir líkamsárás og umferðalagabrot.
Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára en Björn þarf að greiða Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 130.219 krónur auk vaxta og málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns.
Komment