1
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

2
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

3
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

4
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

5
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

6
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

7
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

8
Menning

Þögn á Akranesi

9
Minning

Anna Birgis er fallin frá

10
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

Til baka

Björgólfur Thor svarar loksins fyrir njósnamálið

„Slík vinnubrögð fordæmi ég og hefði ekki samþykkt“.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Mynd: btb.is

Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti Íslendingurinn, hefur nú loks sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjallana um njósnir í meintu umboði hans.

Sagt var frá njósnunum í þætti Kveiks á RÚV fyrir um mánuði síðan. Þar voru sýndar upptökur sem Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, og félagi hans, unnu með greiðslum frá Björgólfi Thor, og fólu í sér leyniupptökur af fjölda fólks sem tók þátt í hópmálsókn gegn Björgólfi vegna starfshátta hans í Landsbankanum.

Björgólfur viðurkennir að hafa ráðið félagið PPP, í eigu Jóns Óttars og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, til verks. „Árið 2012 buðu fulltrúar PPP (Pars Per Pars) sig fram að fyrra bragði til að afla upplýsinga um aðila sem þá voru að undirbúa hópmálsókn gegn mér. PPP hafði þá starfað fyrir opinbera aðila og lögmannsstofur og starfsemin var kynnt sem lögleg upplýsingaöflun,“ segir hann í yfirlýsingu.

Þó hafi hann ekki kvittað upp á rannsóknaraðferðirnar.

„Það kom mér í opna skjöldu að sjá í Kveiksþættinum hversu langt starfsmenn PPP gengu í tengslum við þessar rannsóknir. Upptökur voru aldrei afhentar mér né starfsfólki mínu og voru því aldrei nýttar af okkur á nokkurn hátt. Það kom ekkert út úr þessu verkefni og engin frekari verkkaup urðu af okkar hálfu.“

Hann neitar því að hafa vitað af upptökum. „Sá hluti málsins sem tengist mér og sneri að fullyrðingum um meintar njósnir á mínum vegum eru einfaldlega rangar. Upptökur sem sýndar voru í þættinum sá ég fyrst þann 30. apríl — á sama tíma og aðrir landsmenn.“

Segist fordæma vinnubrögðin

Auk þess að afneita aðild sinni að ákvörðun og meðvitund um rannsóknaraðferðina segist Björgólfur fordæma hana.

„Mér þykir miður að persónuupplýsingum fólks hafi verið safnað og setið hafi verið um heimili þess — slík vinnubrögð fordæmi ég og hefði aldrei samþykkt ef mér hefði verið þau ljós,“ segir Björgólfur.

Loks segist Björgólfur hafa greitt 8 milljónir króna. „Nokkrar staðreyndavillur komu fram í þætti Kveiks,“ fullyrðir Björgólfur. „Til að mynda voru, samkvæmt bókhaldsgögnum, greiddar 8 milljónir króna fyrir verkefnið, en ekki 33 milljónir eins og haldið hefur verið fram.“ Ekki kemur fram í yfirlýsingu Björgólfs til bókhalds hvaða félags er vísað, en greiðslan barst frá BEETEEBEE limited á Toróla, eftir að fulltrúi Björgólfs fór fram á að greiða frá erlendu félagi, eins og heyrðist á upptöku.

Björgólfur útskýrir í yfirlýsingunni sein svör sín. „Ég kaus að svara ekki strax ásökunum sem á mig voru bornar í sjónvarpsþættinum Kveik sem birtist á Rúv undir lok síðasta mánaðar. Ástæðan er að langur tími er liðinn frá umræddum atburðum og sannreyna þurfti upplýsingar sem komu fram ... Í grunninn snýr málið að meintum gagnaleka á viðkvæmum upplýsingum í fórum stjórnvalda. Það voru aðrir en ég sem höndluðu með þau gögn og þurfa að svara fyrir það.“

Verk PPP fyrir Björgólf var unnið þrjá mánuði frá september til desember 2012.

Björgólfur segist fagna rannsókn, það er að segja á lekanum. „Ég fagna því að dómsmálaráðherra hafi beint sjónum sínum að rannsókn á því hvernig trúnaðarupplýsingum í hirslum sérstaks saksóknara var lekið og hverjir keyptu þau gögn. Ég hef ekkert með það lekamál að gera.“

Fulltrúi Björgólfs ræddi rannsóknina

Eftir stendur að Birgir Már Ragnarsson, lögfræðingur og samstarfsmaður Björgólfs Thors, sat fundi með rannsóknarlögreglumönnunum fyrrverandi um rannsóknir þeirra. Hann var tengiliður Björgólfs Thors við PPP. Á upptökum sem Kveikur birti furða Jón Óttar og Guðmundur Haukur sig á því að Birgir Már hefði ekki gert athugasemdir við rannsókn þeirra og eftirlit með meintum andstæðingum Björgólfs. Birgir bar fyrir sig minnisleysi þegar Kveikur hafði samband við hann fyrir birtingu umfjöllunarinnar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss
Myndband
Heimur

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss

Myndband náðist af morðtilrauninni
Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Djásn Skerjafjarðar á sölulista
Fólk

Djásn Skerjafjarðar á sölulista

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir
Innlent

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza
Heimur

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza

Jón Óttar skiptir um vettvang
Slúður

Jón Óttar skiptir um vettvang

Lola Young hneig niður í miðju lagi
Myndband
Fólk

Lola Young hneig niður í miðju lagi

Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Hafði áður hótað manni lífláti
Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir
Innlent

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir

Loka auglýsingu