
49 mál voru skráð í kerfiðEkki var gefið upp hversu margir gistu fangaklefa.
Mynd: Ogkelt - Wikipedia
Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að ökumaður hafi verið kærður fyrir að aka bifreið próflaus og fyrir skjalafals, en hann framvísaði fölsuðu ökuskírteini.
Aðili handtekinn grunaður um þjófnað, en sá hafði stolið peningakassa með reiðufé
Tveir voru ökumenn sektaðir fyrir að aka á gangstétt í Reykjavík. Óskað var aðstoðar vegna óláta og slagsmála framan við bar í miðbænum.
Þá var einnig óskað aðstoðar vegna eldsvoða í bifreið í Hafnarfirði, en bifreiðin var mannlaus þegar bruninn varð. Mannlaus bifreið rann einnig á hús í Kópavogi.
Lögreglan fékk tilkynningu vegna hópslagsmála í Breiðholti.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment