1
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

2
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

3
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

4
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

5
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

6
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

7
Minning

Anna Birgis er fallin frá

8
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

9
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

10
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

Til baka

Bergur segir útköll sjúkraflutningsmanna kalla á mikla nærgætni

„Við förum í ótal útköll sem tengjast andlegri vanlíðan.“

Bergur Vilhjálmsson
Bergur Vilhjálmsson er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaðurHefur gengið í gegnum margt á starfsævinni
Mynd: Skjáskot/YouTube

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, segist sjá það í störfum sínum að það hafi aldrei verið mikilvægara að vekja athygli á andlegri vanlíðan fólks. Bergur, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, segist margoft fara í útköll vegna sjálfsvíga og það færist í vöxt.

„Við förum í ótal útköll sem tengjast andlegri vanlíðan og oft kemur í ljós að fólk vissi ekki einu sinni af Píeta-samtökunum. Það var eitt af því sem fékk mig til að gera þessa hluti og ákveða að gefa af mér til þessarra samtaka. Þessi verkefni eru alltaf að færast í vöxt hjá okkur og það er alltaf verið að gefa okkur betri tól til að eiga við þessi útköll. Stundum kallar lögreglan á okkur, en stundum köllum við á lögregluna. En við förum í allar þessar aðstæður. Ég hef komið að manneskju sem er nýbúin að hengja sig, manneskju sem er nýbúin að skjóta sig og fleira í þeim dúr. Við getum átt von á því að þurfa að mæta í alls konar aðstæður í okkar störfum,“ segir Bergur, og nefnir að það geti tekið mikið á að þurfa að mæta í aðstæður sem þessar.

„Við fáum undirbúning undir þetta og lærum ákveðna verkferla. Maður veit við hvað maður vinnur og veit hverju maður getur átt von á. Fólk er mjög fljótt að sjá hvort það geti unnið þessi störf og hvort það sé yfir höfuð fyrir þig að geta þurft að mæta svona aðstæðum. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, en maður hugsar mjög oft á leiðinni í vinnuna: „Hvað ætli gerist í dag?“ og þá er maður á ákveðinn hátt búinn undir það í undirmeðvitundinni. Þegar maður var að byrja var maður oft mjög kvíðinn, en svo öðlast maður reynslu og verður færari í að takast á við ólíkar aðstæður. Mikið af þeim útköllum sem við förum í kalla á mikla nærgætni. Þegar fólk hringir á sjúkrabíl er það yfirleitt ekki venjulegur dagur og fólk oft í miklu uppnámi, líka aðstandendur og fólkið í kringum þann sem þarf á hjálp að halda.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Djásn Skerjafjarðar á sölulista
Fólk

Djásn Skerjafjarðar á sölulista

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir
Innlent

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza
Heimur

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza

Jón Óttar skiptir um vettvang
Slúður

Jón Óttar skiptir um vettvang

Lola Young hneig niður í miðju lagi
Myndband
Fólk

Lola Young hneig niður í miðju lagi

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Blaðamaður Morgunblaðsins sagði frá áreiti erlendra karlmanna á lóð Hagkaupa
Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir
Innlent

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Loka auglýsingu