1
Innlent

Bílstjórinn umdeildi í Lækjargötu opnar sig um atvik gærdagsins

2
Innlent

Daniel tekinn með eiturlyf og vopn við Perluna

3
Peningar

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað

4
Innlent

Spennuþrungið andrúmsloft á mótmælunum

5
Fólk

Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu

6
Innlent

Íslenskur krakkadrykkur veldur áhyggjum

7
Heimur

Lafði Patricia Routledge lést í svefni

8
Innlent

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki

9
Landið

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals

10
Fólk

Jón Steinar dásamar „A Star Is Born“

Til baka

Bendir á 99 prósent tolla Trumps á Afríkuríkið Lesótó

„Fjórðungur íbúa þessa fátæka lands er með HIV“

shutterstock_762828259
Þorp í LesótóTrump hefur sett 99% tolla á Lesótó.
Mynd: Shutterstock

Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um tollastríð sitt við heiminn, skrifaði sagnfræðingurinn Stefán Pálsson færslu á Facebook þar sem hann talar um ofurtolla sem Trump setti á Afríkulandið Lesótó.

„Lesótó og ruglið í Trump:

Á tollalistanum sem Bandaríkjaforseti kynnti hróðugur í dag vekur nokkra athygli að Afríkulandið Lesótó fær á sig 99% toll, sem er með því hæsta af öllum ríkjum heims. Af hverju í ósköpunum Lesótó? Hvað hafa þeir gert af sér til að verðskulda reiði forsetans?“ Þannig hefst færsla sagnfræðingsins skarpskyggna. Stefán svarar svo eigin spurningu:

„Jú, þegar Trump ávarpaði þingið á dögunum þá tiltók hann sérstaklega sem dæmi um fáránlegar styrkveitingar Bandaríkjamanna að risaupphæð færi í LGBTQ-verkefni í Lesótó - landi sem enginn hefði heyrt um að væri til, bætti hann við og þingheimur hló að fyndni hans.“

Stefán segir þó veruleikann allt annan og alvarlegri:

„Veruleikinn er reyndar sá að Lesótó hefur fengið mikilvæg fjárframlög í gegnum heilbrigðisverkefni sem Bandaríkin styðja á sviði kynsjúkdóma því allt að fjórðungur íbúa þessa fátæka lands er með HIV og mögulega enginn staður á byggðu bóli sem hefur farið verr út úr þeim faraldri. Stuðningur við fórnarlömb alnæmis í Lesótó heitir í kollinum á Trump: LGBTQ-verkefni. Nú er búið að skrúfa fyrir stuðninginn og þökk sé þessari meinloku mun Lesótó fá á sig ofurtolla að auki.“

Afleiðingarnar verða afar slæmar fyrir efnahag Lesótó að sögn Stefáns, enda atvinnulífið þar mjög háð útflutningi til Bandaríkjanna:

„Og hverjar verða afleiðingarnar? Jú, atvinnulífið í Lesótó er mjög aðlagað að útflutningi til Bandaríkjanna. Þar er einkum um að ræða saumaiðnað með sérstakri áherslu á gallaefni. Ef þið kaupið ykkur Wrangler eða Levis-gallabuxur þá eru allar líkur á að stór hluti saumavinnunnar (s.s. vasar og álíka) hafi verið unnin í Lesótó - það eru bara síðustu frágangsatriðin sem eru kláruð í Bandaríkjunum til þess að hægt sé að setja „Made in USA“ á miðann.

Þessar gallabuxur verða því óhjákvæmilega dýrari og vandséð hvað Wrangler og Levis eiga að gera í málinu Sér einhver í alvörunni fyrir sér að bandarískur saumaiðnaður muni keppa í verðum við saumastofurnar í Lesótó þar sem launakostnaðurinn er ekki nema brotabrot?“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Jón Steinar dásamar „A Star Is Born“
Fólk

Jón Steinar dásamar „A Star Is Born“

Dæmdi eitt sinn glæpamenn í fangelsi en dæmir kvikmyndir í dag
Daniel tekinn með eiturlyf og vopn við Perluna
Innlent

Daniel tekinn með eiturlyf og vopn við Perluna

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað
Peningar

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað

Íslenskur krakkadrykkur veldur áhyggjum
Innlent

Íslenskur krakkadrykkur veldur áhyggjum

Bílstjórinn umdeildi í Lækjargötu opnar sig um atvik gærdagsins
Innlent

Bílstjórinn umdeildi í Lækjargötu opnar sig um atvik gærdagsins

Spennuþrungið andrúmsloft á mótmælunum
Myndir
Innlent

Spennuþrungið andrúmsloft á mótmælunum

Hnífstunguárás tilkynnt til lögreglu í nótt
Innlent

Hnífstunguárás tilkynnt til lögreglu í nótt

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki
Innlent

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki

Lafði Patricia Routledge lést í svefni
Heimur

Lafði Patricia Routledge lést í svefni

Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu
Fólk

Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals
Landið

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals

Innlent

Daniel tekinn með eiturlyf og vopn við Perluna
Innlent

Daniel tekinn með eiturlyf og vopn við Perluna

Maríhúana, LSD og amfetamín meðal þeirra efna sem fundust
Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki
Innlent

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki

Íslenskur krakkadrykkur veldur áhyggjum
Innlent

Íslenskur krakkadrykkur veldur áhyggjum

Bílstjórinn umdeildi í Lækjargötu opnar sig um atvik gærdagsins
Innlent

Bílstjórinn umdeildi í Lækjargötu opnar sig um atvik gærdagsins

Spennuþrungið andrúmsloft á mótmælunum
Myndir
Innlent

Spennuþrungið andrúmsloft á mótmælunum

Hnífstunguárás tilkynnt til lögreglu í nótt
Innlent

Hnífstunguárás tilkynnt til lögreglu í nótt

Loka auglýsingu