Lítið mál virðist vera fyrir lækna sem misst hafa starfsleyfi sitt erlendis að koma til Íslands að vinna en þetta kemur fram í frétt Heimildarinnar.
Samkvæmt fréttinni eru að minnsta kosti sex læknar með starfsleyfi á Íslandi sem hefur verið bannað að starfa í öðrum löndum Evrópu eða Bandaríkjunum. Þá eru vísbendingar um að þeir séu fleiri. Ekki virðist skipta máli hvort um íslenska lækna sem koma aftur til Íslands eða erlenda lækna sem hrakist frá heimalandi sínu sé að ræða.
Landlæknisembættið neitaði Heimildinni um nöfn þeirra sem hafa verið sviptir leyfi á Íslandi en nokkur önnur ríki hafa viljað veita slíkar upplýsingar. Í fréttinni nefnir Heimildin dæmi um íslenskan lækni sem missti leyfið í Bandaríkjunum eftir að hafa skrifað upp á talsvert magn verkjalyfja fyrir sjúklinga.
Komment