1
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

2
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

3
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

4
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

5
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

6
Heimur

Ísraelar bálreiðir

7
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

8
Menning

GKR sussar á fólk

9
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

10
Innlent

Eldgosið nú með forgangi Icelandia

Til baka

Austfirðingur í eldlínunni: Tæplega tvö ár við gosbrúnina

Kraki Ásmundsson stóð vaktina við að reisa varnargarða við Grindavík við erfiðar aðstæður

Kraki
Kraki ÁsmundssonKraki stóð vaktina við erfiðar aðstæður
Mynd: Aðsend

Kraki Ásmundsson frá Heykollsstöðum í Hróarstungu er einn af þeim fáu sérhæfðu vinnuvélastjórnendum sem hafa undanfarin ár unnið að því að hlaða upp varnargarða við Grindavík vegna eldgosa sem þar hófust í lok árs 2023. Hann var þar við störf allt þar til áramótin síðustu.

Kraki
Kraki ÁstmundssonKraki fyrir framan gröfuna
Mynd: Aðsend

Kraki var með þá reynslu og réttindi sem þurfti til að stjórna þeim stóru jarðýtum sem verkefnið krafðist og brást skjótt við þegar eftir honum var leitað. Það leiddi til þess að hann vann nánast linnulaust í um tvö ár, fjarri fjölskyldunni á Austurlandi.

„Það var spennandi að taka þátt í þessu til að byrja með en maður fór að hugsa sitt þegar 70 tonna jarðýtan sem ég var á hristist öll og skalf eins og skopparakringla,“ segir Kraki í viðtali við Austurfrétt. „Ég var tiltölulega nýbyrjaður í vinnu fyrir þetta fyrirtæki þegar kallið kom og á augabragði var ég farinn að ýta jarðvegi í garða í brennandi hita við hlið gosstraums. Hárin á hausnum risu sannarlega á köflum fyrstu dagana en eftir um það bil vikutíma þá fór þetta allt að venjast eins og annað.“

Aðstæður voru oft krefjandi að sögn Kraka. „Við vorum stundum að vinna svo nálægt glóandi hraunstraumnum að hitastigið inni í ýtunni náði alveg 40 stigum. Sjálfur er ég afskaplega lítið fyrir mikinn hita svo það var óþægilegt.“

Þó að hann hafi vanist hættunni með tímanum, segir Kraki að fyrstu dagarnir hafi verið óneitanlega skelfilegir. „Hræðsla var sannarlega fyrir hendi fyrstu dagana þó svo það hafi vanist þegar á leið. Sjálf vinnan var skemmtileg að mestu og stundum dálítill hasar í gangi ef hraunstraumur breytti um stefnu eða eitthvað slíkt. Þetta er eftirminnileg lífsreynsla, að vera með í þessu.“

Um síðustu áramót hætti hann störfum við varnargarðana og sneri aftur heim til fjölskyldunnar. Hann tók þá til starfa sem bílstjóri hjá Kubbi, sem sér nú um sorphirðu í Múlaþingi. Á heimili þeirra á Heykollsstöðum rekur fjölskyldan einnig lítinn búskap.

Hægt er að lesa lengri útgáfu af viðtalinu í Austurglugganum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Hafa forsetann að háði og spotti
Heimur

Hafa forsetann að háði og spotti

Skotar láta skína í kímnigáfuna í mótmælum gegn Donald Trump, sem spilar golf í landinu.
Svona var druslugangan 2025
Myndir
Innlent

Svona var druslugangan 2025

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

Eldgosið nú með forgangi Icelandia
Myndir
Innlent

Eldgosið nú með forgangi Icelandia

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi
Heimur

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi

Gulli Reynis kveður sviðið
Viðtal
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

Hallgrímur hæðist að Njáli
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað
Heimur

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað

Hefur þú séð þessa menn?
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Landið

Elísa Mjöll er nýjasti sóknarprestur Þjóðkirkjunnar
Landið

Elísa Mjöll er nýjasti sóknarprestur Þjóðkirkjunnar

Starfar einnig sem slökkviliðsmaður
Heilbrigðiseftirlitið grípur til aðgerða vegna olíumengunar á Eskifirði
Landið

Heilbrigðiseftirlitið grípur til aðgerða vegna olíumengunar á Eskifirði

Faðir gagnrýnir olnbogaskot á 17 ára son sinn í knattspyrnuleik á Egilsstöðum
Myndband
Landið

Faðir gagnrýnir olnbogaskot á 17 ára son sinn í knattspyrnuleik á Egilsstöðum

Austfirðingur í eldlínunni: Tæplega tvö ár við gosbrúnina
Landið

Austfirðingur í eldlínunni: Tæplega tvö ár við gosbrúnina

„Eins og flest sem Ólafur segir um fyrirtæki bænda, stórundarlegur málflutningur“
Landið

„Eins og flest sem Ólafur segir um fyrirtæki bænda, stórundarlegur málflutningur“

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar
Landið

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar

Loka auglýsingu