1
Innlent

Vill að íslensk yfirvöld hjálpi eiginkonu sinni að koma til Íslands

2
Heimur

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene

3
Innlent

Segist hafa orðið vitni að hrottalegri líkamsárás leigubílstjóra

4
Heimur

Nemandi tilkynnti grunnskólakennara vegna kókaíns

5
Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

6
Fólk

Verðlaunaljósmyndari Morgunblaðsins selur risaparhús

7
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

8
Innlent

Blaðamaður Heimildarinnar fór í partí hjá Vítisenglum

9
Menning

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju

10
Fólk

Kristrún og Inga sungu fyrir Þorgerði Katrínu

Til baka

Auður harmar hatur í garð mótmælenda

„Það er óhugnarlegt að lesa svona og fyllir mann vonleysi“

Auður Jónsdóttir rithöfundur
Auður JónsdóttirRithöfundurinn hefur áhyggjur af þróuninni
Mynd: Wikipedia

Rithöfundurinn og blaðakonan Auður Jónsdóttir segir það óþægilegt að sjá hve samkennd skorti í samfélaginu gagnvart þeim sem mótmæla aðgerðum Ísraela á Gaza. Í færslu á Facebook ræðir hún viðbrögð Íslendinga við Frelsisflotanum og meðferð Ísraels á alþjóðlegum aðgerðasinnum.

„Það er óþægilegt að lesa spjallþræði hér og þar, jafnvel færslur, og þræði sem fylgja fréttum hér á fb, þar sem hlakkar í fólki yfir því að Greta Thunberg hafi sætt misþyrmingum í haldi Ísraela eða þá að hæðst er að Möggu Stínu fyrir að sigla með Frelsisflotanum,“ skrifar Auður.

Hún segir að sum ummæli á netinu hafi verið sérstaklega óhugnanleg:

„Eitthvað hef ég rekist á þar sem fólk vonar bara að hún snúi aldrei aftur þaðan eða verði bara skotin. Og þá væntanlega Greta líka.“

Auður segir slíka orðræðu fylla sig vonleysi:

„Það er óhugnarlegt að lesa svona og fyllir mann vonleysi. Svo skrýtið til þess að hugsa að í þessu fámenna samfélagi hér kraumi í þó þetta mörgum algjör skortur á samkennd og að því virðist enginn skilningur á alvöru málsins.“

Hún spyr hvernig það geti staðið að fólk hér á landi geri lítið úr þjóðarmorði og hæðist að þeim sem mótmæla:

„Hvernig getur staðið á því að ennþá er fólk hér sem hreinlega gerir lítið úr þjóðarmorði og hæðist að þeim sem leggja líf sitt að veði til að mótmæla því? Og hvernig getur fólki fundist svona lítið mál að afmennska aðra með hæðni og illkvitni?“

Auður leggur áherslu á mikilvægi aktívisma í samfélagi:

„Aktívismi hreyfir við vitund almennings, án aktívisma í gegnum tíð & tíma værum við hér stödd á töluvert forneskjulegri stað en við erum þó stödd á. En aktívismi er þess eðlis að hann hristir upp í kyrrstöðu. Af því að hann er megnugur þess að leiða til hreyfinga – og þar af leiðandi til breytinga.“

Að lokum segir hún undarlegt hve mörgum finnist eðlilegt að láta hatursfull ummæli óátalin:

„En síðan er bara svo skrýtið að fólk skuli yfir höfuð láta svona út úr sér, án þess að blikna. Bara finnist það sjálfsagt. Og einmitt það er óþægilegt.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Kristrún og Inga sungu fyrir Þorgerði Katrínu
Myndband
Fólk

Kristrún og Inga sungu fyrir Þorgerði Katrínu

Utanríkisráðherra hélt heljarinnar stórafmælisveislu um helgina
Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu

MAST varar við eiturefni í tei
Innlent

MAST varar við eiturefni í tei

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað
Heimur

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene
Heimur

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene

Greta er laus úr haldi Ísraela
Heimur

Greta er laus úr haldi Ísraela

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn
Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús
Slúður

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús

Fer frá Boston á Höfðabakka
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

Jón Gnarr biður Guð að blessa Grindavík
Innlent

Jón Gnarr biður Guð að blessa Grindavík

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju
Menning

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju

Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum
Heimur

Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum

Innlent

Auður harmar hatur í garð mótmælenda
Innlent

Auður harmar hatur í garð mótmælenda

„Það er óhugnarlegt að lesa svona og fyllir mann vonleysi“
Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi
Innlent

Drukkinn bílstjóri réðst á vegfaranda í Kópavogi

Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu

MAST varar við eiturefni í tei
Innlent

MAST varar við eiturefni í tei

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn
Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

Jón Gnarr biður Guð að blessa Grindavík
Innlent

Jón Gnarr biður Guð að blessa Grindavík

Loka auglýsingu