
Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri, er fallin frá. Morgunblaðið greindi frá andláti hennar.
Áslaug fæddist í Reykjavík árið 1950 og ólst upp í Hlíðunum. Eftir grunnskóla fór hún í Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1970. Hún fluttist til Skotlands þar sem hún lauk BA-prófi í hótel- og veitingastjórnun. Hún lærði síðar viðskiptafræði í Háskóla Íslands.
Áslaug starfaði á mörgum hótelum í gegnum ævina þar á meðal Hótel Loftleiðum, Hótel Esju og Hótel Heklu.
Áslaug stofnsetti upplýsingamiðstöð ferðamála fyrir Ferðamálaráð og Reykjavíkurborg árið 1987 og var fyrsti forstöðumaður hennar en flutti til Ísafjarðar árið 1989, með eiginmanni og börnum, og tók við Hótel Ísafirði.
Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2007 fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar.
Áslaug lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn.
Komment