
Í fyrra var áskrift að enska boltanum í boði fyrir 8.500 krónur hjá Símanum premium, en frá og með næsta mánuði mun SÝN bjóða upp á áskrift að enska boltanum fyrir 11.990 krónur að lágmarki. Hækkunin nemur 41% í einu skrefi, samkvæmt svörum Herdísar Drafnar Fjeldsted, forstjóra Sýnar, í samtali við Morgunblaðið.
Til að fá áskrift að enska boltanum, sem hefst í ágúst, verða viðskiptavinir Sýnar að kaupa pakka sem kallast „SÝN+ og allt sport-pakki“. Þetta er niðurstaðan eftir að SÝN keypti réttinn að enska boltanum og í kjölfarið breytti vörumerkjaflóru sinni til þess að einfalda ásýnd vara fyrirtækisins. Var Stöð 2 þannig lögð niður og í staðinn nefnd SÝN og um leið áskriftarþjónustan SÝN+.
Samtals kostar áskrift að „SÝN+ og allt sport“ 144 þúsund krónur á ári.
Komment