
Arnar Snær Erlingsson hefur verið dæmdur 60 daga fangelsi fyrir líkamsárás en dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Suðurlands fyrir stuttu
Arnar var ákærður fyrir „líkamsárásir með því að hafa, að kvöldi fimmtudagsins 13. maí 2023, innandyra í hesthúsi að A, veist að X, slegið hann ítrekuðum hnefahöggum í andlit og tekið hann kverkataki og enn fremur með því að hafa, í beinu framhaldi af framangreindri árás, innandyra í nærliggjandi hesthúsi að B, veist að X aftur og slegið hann ítrekuðum hnefahöggum í andlit og tekið hann kverkataki; allt framangreint með þeim afleiðingum að X hlaut nefbrot með skekkju til hægri, bólgu og mar yfir vinstra kinnbeini, glóðaraugu vinstra megin og eymsli í vöðva hliðlægt á hálsi.“
Arnar óskaði ekki verjanda í málinu og játaði brot sitt. Hann hefur einu sinni áður gerst brotlegur en það var 21. febrúar 2024 og var umferðarlagabrot.
Dómur hans er skilorðsbundinn til tveggja ára og þarf hann að greiða fórnarlambi sínu 711.500 krónur, auk vaxta, í skaða- og miskabætur. Þá þarf hann að greiða brotaþola 569.160 krónur í málskostnað.
Komment