Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur en dómurinn var birtur fyrir skömmu.
Maðurinn var ákærður fyrir mörg brot, mestmegnis innbrot og þjófnað. Strætó, Mama, íþróttafélagið Valur, Krónan og Bílaborg eru meðal þeirra fyrirtækja sem nefnd eru til sögunnar í þeim efnum.
Þá var hann einnig ákærður fyrir að hóta lögreglumanni um að láta albanskan mann nauðga honum. Hann var sömuleiðis ákærður að hóta að sparka i höfuð lögreglumanns og að klípa í brjóstvöðva, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar. Náðist það á búkmyndavél lögreglu og voru lögregluþjónar vitni af atvikinu.
Hann var líka ákærður fyrir að hafa hótað öðru manni lífláti.
Hann krafðist þess að vera sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en neitaði að tjá sig um sakarefnin fyrir dómi. Dómur mannsins er skilorðsbundinn til tveggja ára og þarf hann að greiða lögmanni sínum 800.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
Komment