
Lögreglustöðin við HlemmMaðurinn er ekki alvarlega slasaður
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Karlmaður var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans síðdegis eftir stunguárás sem átti sér stað við Fógetatorg í Aðalstræti, í miðborg Reykjavíkur. RÚV segir frá málinu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru það þrír menn sem réðust á manninn og stungu hann í aftanvert lærið. Þrátt fyrir árásina er meiðslum hans ekki lýst sem alvarlegum.
Lögreglan hefur ekki handtekið árásarmennina enn sem komið er, en telur sig hafa vitneskju um hverjir þeir eru. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan leitað gerendanna á nærliggjandi veitingastöðum, en sú leit hefur hingað til ekki borið árangur.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar vegna málsins.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment