1
Peningar

Sautján Reykvíkingar sem synda í seðlum

2
Innlent

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu fæðubótarefni

3
Innlent

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli

4
Peningar

Fyrirtæki Guðrúnar hagnaðist vel

5
Innlent

Lögreglu tilkynnt um kvenmannshár

6
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

7
Heimur

Charlie Sheen vill komast í samband við fyrrum meðleikara sinn

8
Landið

Fornleifar í Fagradal varpa nýju ljósi á landnám á Austurlandi

9
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

10
Menning

Nanna kom, sá og sigraði

Til baka

Davíð Már Sigurðsson

Árangurstengjum laun kennara?

Davíð Már er kennari
Davíð Már skrifar um laun kennara

Nú hafa kennarar og laun þeirra verið minna áberandi í umræðunni. Kjarasamningum var lent og almennt var sátt innan stéttarinnar. Tölur útskrifaðra kennara þetta árið gefa einnig til kynna að nýlegir kjarasamningar hafi haft jákvæð áhrif. Þó er vert að rifja upp eitt af slagorðum sem fjölmiðlar greindu frá í liðinni kjarabaráttu. 

Að árangurstengja ætti laun kennara. 

Þá er sér í lagi  vísað til grunnskólakennara því þeir eru hornsteinn birtingarmyndar almennings um kennara, sökum þess að það er menntastigið sem börnin eyða hvað mestum tíma á. Þaðan eiga þau að koma læs og með vissa grunnfærni og forþekkingu í stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði ásamt íslensku, öðrum tungumálum, hreyfi- og verkgreinum. Það hefur farið mikið fyrir niðurstöðum úr PISA sem gefa vísbendingu um að í það minnsta sé ekki allt með felldu hvað varðar lesskilning, stærðfræðilæsi og læsi á náttúruvísindi. Sjá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/05/Nidurstodur- PISA-2022/. Mögulega stöndum við betur á öðrum sviðum, mögulega ekki. Það er enginn leið að segja með vissu því við höfum engar samræmdar mælingar í neinum greinum þó það gæti verið að breytast með tilkomu matsferlis (https://matsferill.is/). Masterferillinn tekur þó ekki til nema brots af þeim greinum sem námskrá tilgreinir, sem leiðir mig að næstu pælingu. 

Hvernig getum við árangurstengt laun kennara ef það er enginn samanburður nema í örfáum kjarnagreinum? Í hverju felst hann? Og hvernig á að útfæra það?

Eiga íslensku-, stærðfræði- og náttúrufræðikennarar að fá hæstu launin því þeir eru þeir einu sem lagt er í að mæla? 

Á að borga hærri laun fyrir þá kennara sem taka að sér stærstu hópana?

Gæti verið mætingarbónus, þar sem þeim sem eru lítið frá er umbunað fyrir þurfa aldrei forföll?

Á að borga meira fyrir þá sem kenna á yngsta stigi því þeir leggja undirstöðurnar? Eða þeim sem kenna á unglingastigi því þar er meira um verkefnaskil og flóknara námsefni?

Hærri taxti þegar fleiri nemendur eru með íslensku sem annað tungumál, eða tala hana jafnvel ekki?

Eða ætti að borga þeim meira sem taka að sér fleiri nemendur með sérþarfir?

Þó ber að nefna að kennarar í sérúrræðum á borð við Brúarskóla fá hærri laun því þeir taka við nemendum með sérstakan hegðunarvanda og ofbeldishegðun.  

Eitt er víst, það þarf að búa til hvata til að standa sig vel, bæði nemendanna og kennaranna vegna. Eins og er þá er jöfnuður meðal kennara mestur á Íslandi innan OECD landanna. Það þýðir að sama hversu vel viðkomandi stendur sig, þá fær hann sömu laun. 

Það sem hægt er að gera til að hækka sig í launum sem grunnskólakennari í núverandi launakerfi:

1. Kenna lengur, hækkar um tvo launaflokka fyrir hver fimm ár sem kennt er, upp að 15 árum, svo bætist við einn launaflokkur þegar árin eru orðin 20 ár s.s. 7 launaflokkar. Eftir það er toppnum náð. Ef kennari byrjar háskólanám um tvítugt og lýkur því 25 ára getur hann vænst þess að hækka ekki í launum eftir 45 ára aldurinn. Sem er afspyrnu léleg hvatastýring.

2. Tekið ECTS einingar umfram Bed/BA/BS próf upp að 240 einingum sem þýðir 16% launahækkun. Það þýðir að vissulega færðu 8% launahækkun ef þú ert með MEd/MT (þá ertu búinn að eyða 5 árum í háskólanám) sem hefur búið til jákvæðan hvata til að mennta sig meira. Ef þú ferð alla leið þá ertu með a.m.k. 7 ára háskólanám að baki.

3. Önnur launaröðun (t.d. vegna stjórnunar). Þú kennir þá væntanlega minna, og þá er kominn hvati til að leggja frekar áherslu á stjórnun en kennslu. 

Allt eru þetta viðmið sem koma engan veginn inn á að standa sig betur í starfi sem kennari. En kannski er það bara pólitískur ómöguleiki að geta staðið sig vel og að geta óskað eftir hærri launum samkvæmt því?

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

„Orð hafa áhrif, hvort sem maður vill það eða ekki, og það skiptir máli að velja þau vel,“
Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði
Innlent

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu
Heimur

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

Atli Dagbjartsson er fallinn frá
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Djammað og djúsað á Októberfest
Myndir
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

Júlí Heiðar fær ekki nóg
Menning

Júlí Heiðar fær ekki nóg

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás
Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás

Skoðun

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur
Skoðun

Theódóra Björk Guðjónsdóttir

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur

Það skiptir í sjálfu sér engu máli hvort líffræðileg kyn séu í strangasta skilningi tvö eða fleiri
Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér

Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli

Árangurstengjum laun kennara?
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Árangurstengjum laun kennara?

Loka auglýsingu