
Mynd: Shutterstock
Annar maður er látinn eftir brunann á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni lést maður af sárum sínum á Landspítalanum fyrr í dag en hann var einn þeirra þriggja sem slösuðust í brunanum í gær. Einn þeirra lést í gær eins og áður hefur komið fram en sá þriðji sem var í íbúðinni, liggur nú inni á Landspítala en er ekki í lífshættu.
Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglunnar, en ekki er hægt að veita frekari upplýsinga að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment