1
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

2
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

3
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

4
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

5
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

6
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

7
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

8
Minning

Ragnar Tómasson er látinn

9
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

10
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

Til baka

Anna segist ekki þjást af matarfíkn

„Ónefndur bryti sagði mér einhverju sinni að hans hlutverk um borð væri ekki að fita áhöfnina heldur að halda í henni lífinu.“

Playa del Duque, Tenerife
Playa del Duque, TenerifeMyndin tengist ekki fréttinni beint en Anna býr á Tenerife.
Mynd: Cristian M Balate/Shutterstock

Anna Kristjánsdóttir vélstjóri og húmoristi deildi í morgun skemmtilegri færslu á Facebook þar sem hún talaði um matarfíkn.

„Af hverju get ég aldrei gerst matarfíkill?“ spyr Anna og viðurkennir þó að hún sé ekki alveg laus við matarþrá. Hún segir þó að þegar henni sé boðið út að borða afþakki hún gjarnan, matur sé einfaldlega næring í hennar augum.

Anna segist helst kunna að meta gamaldags íslenskan heimilismat eins og hann var eldaður um miðja síðustu öld, en lítið annað. „Og það þýðir ekkert að bjóða mér upp á einhverja tilbreytingu í mataræði umfram nautalundina með bernaisesósu og papas canarias eða bakaðar kartöflur,“ skrifaði Anna.

Í færslunni rifjar hún einnig upp bernskuminningar þegar ógerilsneydd mjólk olli henni miklum óþægindum og varð til þess að hún hætti snemma að borða grauta. „Það var kannski versta minning mín sem barn í Mosfellsdalnum,“ skrifar hún en hún dvaldi á barnaheimilinu að Reykjahlíð sem barn.

Frá þeim tíma segist Anna hafa verið „matvönd með afbrigðum“, og tekur mat í dag fyrst og fremst sem eldsneyti fyrir lífið, ekki sem lystisemd.

Þó Anna þiggi venjulega ekki boð um að borða úti með fólki, gerði hún það þó í gærkvöldi, þegar vinkonur hennar sem staddar eru á Tenerife buðu henni. Í hennar augum kom bara einn réttur til greina.

„Rikka og Begga sem eru staddar hér á eyjunni voru sífellt suðandi í mér að koma með út að borða og loksins samþykkti ég það í gærkvöldi og kínverski veitingastaðurinn The Treasure varð fyrir valinu. Starfsfólkið vissi alveg upp á hár hvað ég vildi, Donald duck í Trumpsósu (nr 74 á matseðli) enda óþarfi að prófa aðrar tegundir á meðan Donald var í boði og hann er saðsamur og bragðgóður.“

Anna sagði að kvöldið hefði tekist ljómandi vel og minnist síðan á orð ónefnds bryta frá vélstjóraárum hennar:

„Ónefndur bryti sagði mér einhverju sinni að hans hlutverk um borð væri ekki að fita áhöfnina heldur að halda í henni lífinu.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hampur fyrir framtíðina haldin í þriðja sinn í dag og á morgun
Innlent

Hampur fyrir framtíðina haldin í þriðja sinn í dag og á morgun

Ráðstefna um hina mörgu kosti hamps fer fram í Iðnó í dag og á morgun
Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið
Innlent

Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið

Flugvél klessti á aðra í Bandaríkjunum
Myndir
Heimur

Flugvél klessti á aðra í Bandaríkjunum

Eldri maður lést eftir slagsmál við ungmenni í Malmö
Heimur

Eldri maður lést eftir slagsmál við ungmenni í Malmö

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með OnlyFans-stjörnu
Heimur

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með OnlyFans-stjörnu

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda
Myndband
Heimur

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn
Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn

Greta Thunberg meðal aðgerðasinna sem Ísraelsher hefur handtekið
Myndband
Heimur

Greta Thunberg meðal aðgerðasinna sem Ísraelsher hefur handtekið

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast
Heimur

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Fólk

Anna segist ekki þjást af matarfíkn
Fólk

Anna segist ekki þjást af matarfíkn

„Ónefndur bryti sagði mér einhverju sinni að hans hlutverk um borð væri ekki að fita áhöfnina heldur að halda í henni lífinu.“
Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl
Fólk

Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

Djásn Skerjafjarðar á sölulista
Fólk

Djásn Skerjafjarðar á sölulista

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

Lola Young hneig niður í miðju lagi
Myndband
Fólk

Lola Young hneig niður í miðju lagi

Loka auglýsingu