1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Innlent

Karl er fundinn

6
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

7
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

8
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Til baka

Anna segir gamansögu af þýskum bátsfélaga

„Hlátrasköllin í borðsalnum sögðu allt um það er Walter Wachenfeld birtist í borðsalnum nýklipptur og sætur að eigin áliti.“

Anna Kristjánsdóttir
Anna KristjánsdóttirSennilega er Anna fyndnasti vélstjóri landsins

Anna Kristjánsdóttir rifjast upp afar skrautlegan karakter sem hún kynntist á sjónum í den tid.

Vélstjórinn og húmoristinn Anna Kristjánsdóttir hefur margar fjörurnar sopið í gegnum ævina og er dugleg að segja frá skemmtilegum minningum í dagbókarfærslum sínum á Facebook, lesendum til mikillar ánægju.

Í nýjustu færslunni segir hún frá Þjóðverja sem hún kynntist á sjónum.

„Dagur 2176 – Þjóðverjar.

Við skruppum saman á barinn, nánar tiltekið Sandy´s bar, ég, Valmundur og Björg og kjöftuðum saman um allt á milli himins og jarðar og brátt kom að því að við hófum að segja frá viðkynnum okkar við Þjóðverja og þar vantaði ekki minningarnar. Hann hafði af ýmsu að segja, en svo rifjuðust upp minningar mínar af Walter Wachenfeld, þýskum stýrimanni á flutningaskipinu Skógafoss meðan það var í leigu hjá Eimskip, áður en það komst í eigu Eimskipafélagsins vorið 1985 og fékk þá íslenska áhöfn. Walter Wachenfeld var einn sá kostuglegasti karaker sem ég hefi komist í kynni við í ferðum mínum til sjós.“

Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu en því næst segir hann frá barni sem Walter eignaðist með eiginkonu sinni, þrátt fyrir að hafa verið á sjó þegar getnaðurinn átti sé stað.

„Að sögn áhafnarinnar hafði hann kvænst stúlku einni, en hélt svo til hafs. Er hann kom aftur til heimahafnar átján mánuðum síðar tók eiginkonan á móti honum með sex mánaða gamalt barn þeirra og hann fagnaði barninu ógurlega. Eiginkonan var hinsvegar ekki alveg tilbúin til að samþykkja hann og af varð skilnaður.“

Þá segir Anna einnig frá því þegar Walter kvartaði yfir peningaleysi en hann hafði viljað láta klippa sig í Horsens í Danaveldi.

„Þegar ég kynntist Walter Wachenfeld var skipið í leigu hjá Eimskip og túrinn áður en ég fór með skipinu, ætlaði hann að láta klippa sig í Horsens í Danmörku. Hann kom til baka óklipptur og kvartaði sáran yfir að klippingin kostaði sjö dönskum krónum meira en hann var með í buddunni. Jón Guðnason heitinn og góður vinur vor sem var lestunarstjóri (supercargó) um borð gaf honum þá þessar fáeinu krónur sem upp á vantaði. Walter Wachenfeld þakkaði kærlega fyrir sig, stakk krónunum í vasann og klippti sig síðan sjálfur. Það varð allsherjar hlátur í borðsalnum er hann mætti þangað nýklipptur, enda ljóst að vandvirkninni hafði ekki verið fyrir að fara.“

Anna rifjar einnig upp eina skemmtilegustu sjóferð lífs hennar en þá kom þýsk kona um borð, sem Walter vildi að klippti sig.

„Túrinn á eftir var ég um borð. Þá var kominn nýr 2. stýrimaður, þýsk kona sem kunni ýmislegt fyrir sér, en þrátt fyrir ítrekuð tilmæli yfirstýrimannsins, harðneitaði hún að skera hár hans, hún væri stýrimaður en ekki hárskeri. Þetta var einhver skemmtilegasta ferð mín til sjós og hann hélt áfram að nuða i henni að klippa sig, hún væri jú kona og konur kunna að klippa menn.“

Konan lét þó undan að endingu en hafði víst engu logið um kunnáttu sína með skærin.

„Að lokum lét hún undan og á leiðinni frá Hamborg til Íslands tók hún að sér að klippa hár Walters Wachenfeld. Það verður að segjast eins og er að hún laug engu er hún sagðist ekki kunna að klippa.

Hlátrasköllin í borðsalnum sögðu allt um það er Walter Wachenfeld birtist í borðsalnum nýklipptur og sætur að eigin áliti.“

Að lokum segist Anna ekki vita hvað hafi orðið um hinn þýska Walter en að minningin lifi.

„Síðan þá eru liðnir fjórir áratugir og ég hefi ekki hugmynd um hvort að Walter Wachenfeld sé lífs eða liðinn, en minningin um hann er samt bráðskemtileg.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

„Við erum að upplifa þessar sálfræðilegu aðgerðir beint, hér og nú, en við látum ekki hræða okkur“
Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Ingibjörg Sigurðardóttir skrifaði tímamótaverkið sem kom út árið 1985
Daníel Alvin og Birta gengin í það heilaga
Myndir
Fólk

Daníel Alvin og Birta gengin í það heilaga

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Fangar ánægðir með Jóa Fel
Fólk

Fangar ánægðir með Jóa Fel

Framkvæmdastjóri Olís selur í Garðabæ
Myndir
Fólk

Framkvæmdastjóri Olís selur í Garðabæ

Loka auglýsingu