
Anna Birgis er fallin frá en Morgunblaðið greinir frá andláti hennar. Hún var 79 ára gömul.
Hún fæddist í Reykjavík árið 1946. Eftir að hafa lokið námi hóf hún störf hjá Útvegsbankanum. Hún starfaði síðar hjá Landsbanka Íslands, Ólafi Gíslasyni og co, Grund og Úrval Útsýn.
Anna bjó mikið erlendis á ævi sinni en hún átti meðal annars heima í Brussel, Stokkhólmi, Bonn, Peking, Ottawa, New York og Washington. Erlendis var hún virkur þátttakandi í kynningu á Íslandi, þar á meðal tísku.
Hún var annar tveggja stofnenda UN Women for Peace Association í New York og var formaður Kvenfélags Langholtskirkju í tvö ár. Síðar hjálpaði hún við móttöku kvenna og barna á flótta frá Úkraínu.
Anna lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment