
Nokkrir einstaklingar voru stungnir og særðir í dag nálægt verslunarmiðstöð í finnsku borginni Tampere, og hefur lögreglan handtekið hinn grunaða, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
„Aðstæður eru ekki lengur hættulegar fyrir aðra. Þolendum er veitt aðstoð,“ sagði í yfirlýsingu frá lögreglu, sem bætti við að ekki væri hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu, þar á meðal fjölda fórnarlamba.
Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla ók á vettvang eftir atvikið, að því er fram kemur í fréttum í finnskum fjölmiðlum.
Lögreglan sagði að tilkynnt hefði verið um stunguna klukkan 16:23 að staðartíma, og svæðið fyrir utan Ratina verslunarmiðstöðina hafi verið girt af. Lögreglan var enn að ræða við vitni meira en klukkutíma síðar.
Tampere, borg með um 260.000 íbúa, er staðsett um 180 kílómetra norðan við Helsinki.
Komment