1
Menning

Barnaveiki í Stykkishólmi

2
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

3
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

4
Minning

Birna Óladóttir er látin

5
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

6
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

7
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

8
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

9
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

10
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Til baka

„Alvarleg ógn við tilvist Lýsi“

Eigendur Lýsis segja að vegna hærri veiðigjalda verði ekki hægt að fá þorskalifur, roð og fleira.

Lýsi
LýsiGæti hætt að vera til - ef marka má umsögn Lýsis hf. við frumvarp um breytingu veiðigjalds.
Mynd: Lýsi

Lýsi hf, sem hagnaðist um rúman milljarð 2023 fyrir skatta og hálfan milljarð árið áður, dregur upp dökka mynd af ástandinu ef frumvarp um breytt veiðigjöld verður samþykkt á Alþingi. Þar með bætist félagið í hóp Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Þorsteins Más Baldvinssonar, ásamt fleiri útgerðarmönnum, sem hafa boðað efnahagslegt tjón verði þeir látnir greiða meira fyrir afnot af auðlindinni.

Fulltrúi Lýsis fullyrðir að frumvarp um breyttan útreikning veiðigjalds geti gert ómögulegt að ná í hráefni, meðal annars fyrir vinnslu lýsis. Þar með talið er lifur úr þorski, ufsa og ýsu, asfkurðir, fiskhausar, hryggir, roð, svil og slóg.

Með breyttum útreikningnum á veiðigjaldi fyrirhuga atvinnuvega- og fjármálaráðneytið að veiðigjald verði reiknað út frá markaðsvirði sjávarafla, frekar en verði sem myndast í eigin viðskiptum útgerða milli fiskveiði- og fiskvinnsluhluta þeirra. Með þessu er áætlað að 10 milljarðar króna hefðu verið greiddir í veiðigjöld í fyrra umfram fyrri reiknireglu. Við svo búið segjast sumir útgerðarmenn flytja fiskinn óunnin úr landi. „Það er stefnt mjög ákveðið að því að færa vinnsluna úr landi, það er ljóst. Það er mjög stutt yfir hafið,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fiskifréttir.

Hanna Katrín Friðriksson og Daði Már Kristófersson
RáðherrarHanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segja að útgerðin haldi 67% af hagnaði veiða en greiði 33% í afnotagjald af auðlindinni.
Mynd: Stjórnarráðið

Þorskalifur flutt inn frá útlöndum?

Eigendur Lýsis segja í umsögn sinni um frumvarpið að ekki verði til hráefni í lýsisvinnslu eftir að útgerðir því sem næst hætti vinnslu afla hérlendis.

„Verði tillaga frumvarps um auknar álögur stjórnvalda á sjávarútveginn að raunveruleika, má búast við verulegum samdrætti í framboði þessara aukaafurða sem Lýsi hf. byggir sína tilveru á. Fyrirséð er að útgerð muni hafa meiri arðsemi af því að flytja aflann óunnin úr landi vegna verulega lakari samkeppnisaðstöðu við vinnslu á fiski hér á landi. Líklegt er að stór hluti bolfisks verði unninn á sjó eða fluttur úr landi sem hráefni til vinnslu í niðurgreiddum sjávarvinnslum í Evrópulöndum og víðar. Ólíklegt má teljast að Lýsi hf. takist að ná aukaafurðum af þessum fiski aftur til Íslands til vinnslu með tilheyrandi kostnaði,“ segir í umsögn Lýsis hf.

Þannig gera eigendur Lýsis ráð fyrir því að flytja þurfi inn þorskalifur og fleira, vegna þess að útgerðir muni ekki vinna afla á Íslandi lengur.

„Lýsi hf. hefur markaðssett vörur sínar sem íslenskar í flestum tilfellum, þær eru framleiddar hér á landi með endurnýtanlegri orku og að hráefnin séu frá vottuðum fiskveiðum. Þessi sérkenni okkar leiða því til þess að það má teljast því sem næst ógerlegt fyrir okkar fyrirtæki að sækja flest hráefni til okkar fjölþættu vinnslu erlendis frá. Áætlanir stjórnvalda eru því alvarleg ógn við tilvist Lýsi hf. eftir 87 ára þróunarvinnu og uppbyggingu á vinnslu og mörkuðum fyrir aukaafurðir úr íslenskum sjávarútvegi.“

300 milljóna króna arður

Lýsi greiddi 237 milljónir króna í tekjuskatt 2023 af hagnaði sem nam rúmu milljarði, eða 1.055 milljónum króna. Félagið greiddi 300 milljónir króna í arð í fyrra.

Lýsi er eigandi í 28 öðrum félögum, þar á meðal útgáfufélagi Morgunblaðsins, Ísey Skyrbar, auk nýsköpunarfyrirtækja í nýtingu sjávarafurða. Félagið skuldaði 4,4 milljarða króna um áramótin 2023 og 2024, þar af að langmestu leyti í öðrum gjaldmiðlum en krónu, á móti 7,7 milljarða króna fastafjármunum.

Helstu eigendur Lýsis eru Katrín Pétursdóttir, með 54% hlut, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 24% hlut og Erla Katrín Jónsdóttir með 13% hlut.

Frumvarp um breytingu veiðigjalds var lagt fram af Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra í samvinnu við fjármálaráðuneyti Daða Más Kristóferssonar. Ein af forsendum frumvarpsins er að ríflega 10 milljarða króna veiðigjald, sem nú er, dugi ekki fyrir 11 milljarða króna kostnaði af þjónustu ríkisins við sjávarútveg. Þá er hins vegar ekki tekið tillit til margfeldisáhrifa og annarrar skattheimtu, eins og tekjuskatt starfsfólks og fyrirtækja.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

„Þetta verður stór pakki með nýjum aðgerðum“ sagði forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag, en hún vill loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

GDRN með Kristmund Axel á heilanum
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Tískudrottningin var fyrir fjárhagslegu áfalli vegna bruna
Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

Mjölnir blæðir milljónum
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi
Peningar

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði
Peningar

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

Loka auglýsingu