1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

7
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

8
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Til baka

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli

Yfir 100 manns veiktust heiftarlega af matareitrun á vinsælum ferðamannastað

Hótelið
Izan Cavanna HóteliðYfir 100 manns veiktust eftir hádegishlaðborðið
Mynd: Izan Cavanna Hotel

Yfir 100 gestir á fjögurra stjörnu hótelinu Izan Cavanna Hotel á hinum vinsæla sumarleyfisstað La Manga nærri Murcia á Spáni, hafa veikst af því sem talið er vera salmonellueitrun.

Meira en 100 ferðamenn, þar á meðal 15 mánaða gamalt barn og sjö önnur börn, urðu veik með grun um salmonellusýkingu. Um 20 manns, þar af nokkur börn, voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa sýnt einkenni eins og ógleði, uppköst, niðurgang og í sumum tilfellum hita, eftir hádegisverð á hótelinu síðastliðinn laugardag.

Fjöldi veikra fór hratt vaxandi en upphaflega var talað um 28 tilfelli, en daginn eftir var fjöldinn kominn yfir 100 af þeim 800 gestum sem dvöldu á hótelinu. Börn og ungabarn sem veiktust voru flutt á Santa Lucia-sjúkrahúsið í Cartagena, þar sem þau fengu meðferð við hita og öðrum einkennum.

Heilbrigðiseftirlit hefur tekið sýni úr eldhúsi hótelsins, sem nú hefur verið lokað á meðan rannsókn stendur yfir. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu sögðu að málið væri meðhöndlað sem líklegur salmonellufaraldur.

Á sama tíma og veikindin geisuðu birti hótelið færslu á Facebook þar sem auglýstir voru kokteilar eins og mojító, án þess að minnst væri á veikindin. Í kjölfarið skrifaði gestur í athugasemd:

„Halló, ég er enn á hótelinu í herbergi 826. Í gær veiktust yfir 40 manns af matareitrun vegna skemmdrar vöru á hlaðborðinu. Ég er nú á Santa Lucia-sjúkrahúsinu með eiginkonu mína sem er kominn átta mánaði á leið og var lögð inn. Ég tilkynnti hótelinu um þetta klukkan níu í morgun, en nú er klukkan 14.20 og enginn hefur haft samband við mig.“

Gestir hafa sagt fiskrétt og pastarétt með spínati um að vera orsökin. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó ekki staðfest hvað olli veikindunum.

Frá laugardegi hafa nokkrir sjúkrahúsbílar komið að hótelinu. Sagt er að sumir gestir hafi verið settir á vökva í æð í herbergjum sínum en aðrir hafi þurft að liggja á börum í hótelganginum. Ein móðir sagði að 15 ára dóttir sín hefði verið útskrifuð af sjúkrahúsi þrátt fyrir hita og mikla ofþornun og hún hafi fundist ein úti á bílastæði, veik og ringluð.

Aðrir gestir sögðu að vinir þeirra hefðu orðið rúmliggjandi frá laugardagskvöldi. Ein sagði: „Við teljum að fiskurinn hafi verið orsökin, því við fjórar borðuðum saman í hádeginu, en aðeins hún sem smakkaði fiskinn veiktist. Við hinar borðuðum kjöt og okkur líður vel.“

Nokkrar fjölskyldur með börn hafa þegar skráð sig út af hótelinu fyrr en áætlað var og lagt fram formlegar kvartanir.

Hótelið hefur fengið misjafnar umsagnir á Tripadvisor, þar sem meðaleinkunnin stendur í 3,4 af 5. Þar kvarta gestir meðal annars yfir lélegu hlaðborði, gömlum innréttingum og jafnvel kakkalökkum á baðherbergjum.

Gestir sem komu sunnudaginn eftir atvikið segja að þeir hafi ekki verið upplýstir um veikindin þegar þeir komu og hafi jafnvel borðað á hlaðborðinu áður en því var lokað.

Einkenni salmonellusýkingar birtast oft á bilinu sex klukkustundum til sex dögum eftir smit og fela í sér niðurgang, kviðverki og hita. Einkennin vara oftast í fjóra til sjö daga, en í alvarlegum tilfellum getur sýkingin breiðst út í blóð og valdið lífshættulegum veikindum eða langvarandi fylgikvillum.

Hótelið hefur enn ekki gefið út opinbera yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eða heimasíðu sinni.

Mirror fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Varnarmálaráðherra landsins fordæmir drónaárásirnar í nótt
Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Varnarmálaráðherra landsins fordæmir drónaárásirnar í nótt
Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Loka auglýsingu