1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Landið

Hjörtur dæmdur fyrir peningaþvott

3
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

4
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

5
Fólk

Framkvæmdastjóri Olís selur í Garðabæ

6
Innlent

Karl er fundinn

7
Innlent

Amelía Rose truflaði ekki Landhelgisgæsluna

8
Heimur

Síðustu skilaboð Jay Slater opinberuð: „Ég mun ekki ná þessu“

9
Fólk

Daníel Alvin og Birta gengin í það heilaga

10
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Til baka

Alþjóðlegir nemendur kalla eftir tafarlausum úrbótum hjá HÍ og Útlendingastofnun

„Þetta ár hefur verið sérstaklega erfitt fyrir erlenda nemendur sem hafa fengið inngöngu í Háskóla Íslands“

HÍ aðalbygging
Mynd: Víkingur

Alþjóðlegir nemar við Háskóla Íslands hafa í samstarfi við stúdentahreyfinguna No Borders birt opið bréf til Silju Báru Ómarsdóttur, rektors HÍ, og Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Í bréfinu gagnrýna þeir harðlega bæði Háskólann og Útlendingastofnun fyrir stjórnsýslubresti sem hafi haft alvarleg áhrif á erlenda nemendur.

„Þetta ár hefur verið sérstaklega erfitt fyrir erlenda nemendur sem hafa fengið inngöngu í Háskóla Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að margir hafi staðið frammi fyrir „kerfisbundnum töfum frá Útlendingastofnun (ÚTL) og ósamkvæmri stefnu háskólans með hrikalegum afleiðingum.“

Samkvæmt bréfinu hafi margir nemendur ekki getað tryggt sér dvalarleyfi áður en önnin hófst. „Stúdentar sem seldu eignir, sögðu upp störfum, fjárfestu ævisparnaði sínum í von um að stunda nám á Íslandi og rifu upp fjölskyldur sínar í góðri trú, hafa nú misst allt og eru strandaglópar, útilokaðir frá kennslustundum, hlaðnir skuldum og í áfalli vegna akademísks þrots, án þess að þeir eigi sök á því,“ segir í yfirlýsingunni.

Í bréfinu segir einnig að kostnaðurinn sem nemendur hafi orðið fyrir sé „ógurlegur“. „Fjölskyldur hafa verið aðskildar, húsnæðis- og tryggingagreiðslur tapast og heilu námsárunum frestað og sóað,“ stendur þar ennfremur.

Nemendur segja að slíkur stjórnsýslubrestur grafi undan orðspori Íslands. „Þessi stjórnsýslubrestur er einnig djúpstæður trúnaðarbrestur sem grefur undan orðspori Íslands sem hlúir að lærdómi og réttlæti, þar sem fólk er metið fyrir hæfileika sína í verðleikasamfélagi,“ segir í bréfinu.

Alþjóðlegu nemarnir skora á stjórnvöld og HÍ að bregðast tafarlaust við. „Við biðjum ykkur um að virða skuldbindingar sem gerðar hafa verið við alþjóðlega námsmenn og grípa til tafarlausra aðgerða til að bregðast við þessum mistökum,“ segja þeir.

Þeir krefjast meðal annars fulls gagnsæis frá Háskóla Íslands. „Við skorum á Háskóla Íslands að veita fullt gagnsæi með því að birta inntöku- og höfnunartölur erlendra nemenda í ár miðað við fyrri ár,“ segir í bréfinu.

Einnig er áréttað að mikilvægt sé að hætta niðrandi orðræðu um erlenda stúdenta. „Það er einnig mikilvægt að streitast á móti forræðislegum frásögnum sem sýna alþjóðlega nemendur sem óvirka einstaklinga sem voru „blekktir“ af TikTok eða á annan hátt ófærir um að taka upplýstar ákvarðanir fyrir sig,“ segir í yfirlýsingunni. Slíkar frásagnir, að sögn nemanna, endurskapi nýlendu- og rasíska arfleifð.

Í yfirlýsingunni eru lagðar fram fjórar tillögur að úrbótum:

  1. Trygging fyrir öruggri inngöngu í HÍ og dvalarleyfi frá ÚTL fyrir þá sem þegar eru í kennslustundum.
  2. Tryggja frestun inntöku vorið 2026 fyrir alla sem verða fyrir áhrifum.
  3. Samræmd stefna þvert á deildir og jöfn meðferð.
  4. Viðurkenning á skaðanum og skuldbinding til fyrirbyggjandi umbóta.

„Vilji hann [Háskólinn] varðveita heilindi sín og það traust sem almenningur ber til hans, samanber árlega könnun Gallup þar sem háskólinn var valin önnur traustasta stofnun landsins, verður hann að bregðast við í samræmi við það, sem felur í sér að koma fram við alla nemendur af siðferðilegum hætti,“ segja nemendur.

Í lok yfirlýsingarinnar segja erlendir nemendur að þeir séu ekki aðeins gestir heldur virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. „Þegar öllu er á botninn hvolft eru margir alþjóðlegir námsmenn líka skattgreiðendur og raddir þeirra eiga skilið að heyrast og vera virtar,“ segir í bréfinu.

Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni:

Kæra Silja Bára Ómarsdóttir, rektor HÍ,
Kæri menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Logi Einarsson.

Alla hina skráðu mannkynssögu hefur fólk verið í þekkingarleit. Frá fornöld til nútíðar hafa stúdentahreyfingar, hugsuðir og leitendur þvert á landamæri mótað vitsmunalífið. Heródotus ferðaðist á 5. öld og Sima Qian á 2. öld f.o.t. til að kynnast og íhuga hefðir, stofnanir og visku annarra. Á 10. öld e.o.t. knúði svipuð þekkingarhvöt Ibn Fadlan. Þvert á trúarhefðir ferðuðust pílagrímar sömuleiðis til lærdómsmiðstöðva í leit að upplýsingum og hugmyndaskiptum. Margir grundvallartextar lýðræðis, stjórnsýslu og vísinda voru fyrst þýddir úr forn-grísku yfir á arabísku og síðar sendir til Vesturlanda af fræðimönnum á því svæði, svo sem Al-Kindi, Al-Farabi, Avicenna (Ibn
Sina), Averroes (Ibn Rushd) og Alhazen (Ibn al-Haytham). Þetta gerðist á tíma þegar vitsmunaleg forvitni, ímyndunarafl og nýsköpun takmörkuðust
ekki af landamærum. Það var þetta hleypidómaleysi sem stuðlaði að þeim vexti, efnahagsleg þróun og menningarlegri velmegun sem fylgdi í kjölfarið.

Skipti á vörum og hugmyndum hafa alltaf samtvinnuð langferðum í leit að þekkingu og efnahagslegri velmegun. Ibn Battuta og Marco Polo veittu innsýn þvert á heimsálfur og endurmótuðu sjálfskilning heimsins. Í Evrópu miðalda fluttu nemendur á milli háskóla í París, Bologna og
Oxford og lögðu grunn að því sem við viðurkennum nú sem alþjóðlega æðri menntun. Þessi vitsmunalegi hreyfanleiki heldur áfram í dag í
hnattvæddum heimi. Kostir þess að taka á móti alþjóðlegum námsmönnum felast ekki í því að setja þeim hindranir, heldur í að hlúa að vexti þeirra og framlagi. Þeir sem ferðast til að læra eru ekki óvirkir
þiggjendur menntunar; hvort sem þeir eru sagnfræðingar, pílagrímar, landkönnuðir, kaupmenn eða alþjóðlegir námsmenn nútímans, hafa þeir
umbreytt, endurlífgað og auðgað samfélögin sem þeir gengu í.

Til Íslands, þjóðar hverrar menningarleg sjálfsmynd er samofin landkönnunum, gestrisni og opnum huga, koma alþjóðlegir nemendur með nauðsynlega innsýn, þekkingu og sjónarhorn. Þeir endurnýja háskóla og samfélög, stýra okkur frá einangrun og úreldingu og viðhalda þeirri fornu hefð hreyfanleika sem hefur tengt mannleg samfélög í gegnum
árþúsundir. Þeir tryggja að Ísland verði áfram virkur og leiðandi þátttakandi í alþjóðlegum skoðanaskiptum.

Við erum með fjölmargar hugmyndir og tillögur um hvernig hægt er að nýta betur hæfileika erlendra nemenda og hámarka framlag þeirra til að bæta
íslenskt samfélag í heild. Þótt sumar þessara hugmynda hafi fallið fyrir daufum eyrum undir fyrri stjórnum, vonum við að þið fagnið uppbyggilegum
samræðum og langtíma stefnumótandi hugsun um þetta mikilvæga mál.

Stuðningur við alþjóðlega námsmenn felst því ekki í að flytja inn fólksfjölda til skamms tíma heldur taka forna og varanlega meginreglu opnum örmum: að dreifing fólks og þekkingar styrki okkur öll. Ísland
hefur tækifæri til að staðsetja sig ekki á jaðrinum heldur í miðju alþjóðlegrar þekkingar og vitsmunalegra hefða. Baráttan sem alþjóðlegir
námsmenn standa frammi fyrir endurspeglar áratuga vanrækslu og útilokun, sem á rætur að rekja til þess að þeir eru ekki viðurkenndir sem
þekkingarfræðilegir jafningjar.

Þetta ár hefur verið sérstaklega erfitt fyrir erlenda nemendur sem hafa fengið inngöngu í Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að sækja um á réttum tíma, skila inn fullnægjandi gögnum og fjárfesta í umtalsverðu
fjárhagslegu og tilfinningalegu fjármagni hafa margir staðið frammi fyrir kerfisbundnum töfum frá Útlendingastofnun (ÚTL) og ósamkvæmri stefnu háskólans með hrikalegum afleiðingum. Það gerir að verkum að þeir hafa ekki getað tryggt sér dvalarleyfi áður en önnin hófst. Þessi skrifræðisbrestur jók enn frekar á skyndilegar stefnubreytingar í háskólanum: deildir sem upphaflega lofuðu netaðgangi og sveigjanleika
afturkölluðu síðar slíkan stuðning, hættu við inntöku og buðu aðeins lágmarks endurgreiðslur.

Stúdentar sem seldu eignir, sögðu upp störfum, fjárfestu ævisparnaði sínum í von um að stunda nám á Íslandi og rifu upp fjölskyldur sínar í góðri trú, hafa nú misst allt og eru strandaglópar, útilokaðir frá kennslustundum, hlaðnir skuldum og í áfalli vegna akademísks þrots, án þess að þeir eigi sök á því. Þetta hefur neikvæð áhrif á ímynd landsins og langtímamarkmið Háskóla Íslands.

Umfang þess kostnaðar sem um ræðir er ógurlegur. Nemendur og aðstandendur þeirra hafa mátt þola margra mánaða þögn og óvissu og var refsað fyrir tafir sem þeir höfðu ekki stjórn á. Fjölskyldur hafa verið aðskildar, húsnæðis- og tryggingagreiðslur tapast og heilu námsárunum frestað og sóað. Fyrir marga voru skilaboðin sem bárust þau að tími
þeirra og líf skipti ekki máli. Áhrifin ná út fyrir fjárhagslegt tjón:

þau hafa ýtt undir djúpstæða tilfinningu um svik og sársaukafullan skilning á að stofnanir sem segjast halda uppi sanngirni, fjölbreytileika og þátttöku hafa þess í stað viðhaldið kerfisbundinni útilokun og vanrækslu.

Þessi stjórnsýslubrestur er einnig djúpstæður trúnaðarbrestur sem grefur undan orðspori Íslands sem hlúir að lærdómi og réttlæti, þar sem fólk er
metið fyrir hæfileika sína í verðleikasamfélagi. Alþjóðlegir nemendur komu í leit að þekkingu og vexti; þess í stað hefur mörgum verið mætt með afskiptaleysi. Af þessum sökum:

- Við biðjum ykkur um að virða skuldbindingar sem gerðar hafa verið við alþjóðlega námsmenn og grípa til tafarlausra aðgerða til að bregðast við
þessum mistökum.

- Við skorum á Háskóla Íslands að veita fullt gagnsæi með því að birta inntöku- og höfnunartölur erlendra nemenda í ár miðað við fyrri ár.

Það er einnig mikilvægt að streitast á móti forræðislegum frásögnum sem sýna alþjóðlega nemendur sem óvirka einstaklinga sem voru „blekktir“ af TikTok eða á annan hátt ófærir um að taka upplýstar ákvarðanir fyrir sig. Slíkar frásagnir endurskapa nýlendu- og rasíska arfleifð þar sem
kynþáttabundnir og óvestrænir íbúar eru útmálaðir sem barnalegir, auðtrúa eða að þá skorti skynsamlegt sjálfræði. Þessi orðræða afneitar ekki aðeins sjálfræði og mikilvægri getu nemenda heldur skyggir einnig á víðtækari kerfisbundinn ójöfnuð innflytjendastefnunnar, efnahagslegs óöryggis, húsnæðisóöryggis og kynþáttamisréttis, sem mótar ákvarðanatöku þeirra og tækifæri á Íslandi sem og annars staðar. Að viðurkenna sjálfræði alþjóðlegra stúdenta er að viðurkenna þá sem virka félagslega
og pólitíska einstaklinga sem búa við flókið fjölþjóðlegt gangverk (sem aftur einkennist af orðræðu um öryggismál, útlendingahatur, popúlískum og tækifærissinnuðum stjórnmálum), en ekki sem fórnarlömb sem samfélagsmiðlar blekkja.

Við skorum ennfremur á bæði Háskóla Íslands og Útlendingastofnun að taka tafarlaust upp sanngjörn og mannúðleg úrræði:

  1. Trygging fyrir öruggri inngöngu í HÍ og dvalarleyfi frá UTL til þeirra nemenda sem þegar eru í kennslustundum.
  2. Tryggja frestun inntöku vorið 2026 fyrir alla nemendur sem verða fyrir áhrifum.
  3. Beita samræmdri stefnu þvert á deildir og tryggja jafna meðferð.
  4. Viðurkenna opinberlega orðinn skaða og skuldbindast tilfyrirbyggjandi umbóta.

Í stuttu máli er vert að velta fyrir sér stöðu háskólans sjálfs. Vilji hann varðveita heilindi sín og það traust sem almenningur ber til hans, samanber árlega könnun Gallup þar sem háskólinn var valin önnur traustasta stofnun landsins, verður hann að bregðast við í samræmi við það, sem felur í sér að koma fram við alla nemendur af siðferðilegum
hætti.

Háskólinn segir sig með stolti vera vettvang þátttöku og framfara og bendir á að 72% fræðilegra rita hans sé hluti af alþjóðlegu samstarfi. Samt sem áður verður slíkum fullyrðingum um inngildingu og framfarir að fylgja raunveruleg skuldbinding um ábyrgð, gagnsæi og réttlæti. Þeir sem þekkja til innra starfs stofnunarinnar gera sér einnig grein fyrir því að án erlendra nemenda og starfsfólks væri hætta á að Háskóli Íslands missti sérstöðu sína. Í þessu skyni ættu ákvarðanatökuferli að fela í sér hlutlausa og óháða þjóðfélagsþegna og tryggja bæði gagnsæi og lýðræðislegt lögmæti. Þegar öllu er á botninn hvolft eru margir alþjóðlegir námsmenn líka skattgreiðendur og raddir þeirra eiga skilið að heyrast og vera virtar.

- Stúdentahreyfing No Borders

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Fer fram tvo daga í nóvember
Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Uggi Þórður Agnarsson látinn
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti
Myndband
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Fer fram tvo daga í nóvember
Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti
Myndband
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

Hótaði með hníf og flúði á vespu
Innlent

Hótaði með hníf og flúði á vespu

Loka auglýsingu