
Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, hlaut endurkjör á aðalfundi ÖBÍ sem haldinn er á Grand hótel í Reykjavík í gær en kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Alma var ein í framboði, en hún náði fyrst kjöri árið 2023.
„Ég er innilega þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt. Ég hlakka til að takast á við verkefnin sem fram undan eru og að fá samfélagið allt í lið með okkur í sinni víðtækustu mynd. Saman munum við halda áfram að berjast fyrir réttindum alls fatlaðs fólks. Tryggja þarf að fatlað fólk njóti fullra mannréttinda á öllum sviðum samfélagsins,“ sagði Alma um kjörið.
Þá voru þrjú ný hagsmunafélög voru tekinn inn í félagið á aðalfundinum. Eru aðildarfélög ÖBÍ því orðin 43 talsins. Þau eru Átak, félag fólks með þroskahömlun, HD samtökin á Íslandi og PCOS samtök Íslands
Komment