1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

4
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

5
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

6
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

9
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

10
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Til baka

Alma afnemur til­vís­ana­kerfi fyr­ir börn vegna heil­brigðisþjón­ustu

Sam­hliða breyt­ing­unni mun verða skipaður starfs­hóp­ur til að móta til­lög­ur um hliðvörslu í heil­brigðis­kerf­inu.

Alma Möller
Alma Möller er heilbrigðisráðherra - var áður landlæknir.Alma Möller.
Mynd: Heimildin/Golli

Heil­brigðisráðherra - Alma Möller - hef­ur tekið þá ákvörðun að af­nema til­vís­ana­kerfi fyr­ir börn vegna heil­brigðisþjón­ustu. Með af­námi til­vís­ana­skyldu mun þjón­usta sér­greina­lækna við börn verða gjald­frjáls og óháð til­vís­un. Mun breyt­ing­ þessi taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins kemur þetta fram - en þar seg­ir einnig að sam­hliða breyt­ing­unni muni verði skipaður starfs­hóp­ur til þess að móta til­lög­ur um hliðvörslu í heil­brigðis­kerf­inu til framtíðar:

„Til­vís­ana­kerfi fyr­ir börn tók gildi árið 2017. Var þá horft til þess hlut­verks heilsu­gæsl­unn­ar að vera fyrsti viðkomu­staður fólks í heil­brigðis­kerf­inu. Með þessu væri stuðlað að því að veita þjón­ustu á réttu þjón­ustu­stigi og jafn­framt að beina er­ind­um í rétt úrræði hjá viðeig­andi sér­fræðing­um ef heilsu­gæsl­an gæti ekki leyst vanda viðkom­andi. Til­vís­ana­kerfið var jafn­framt tengt greiðsluþátt­töku­kerf­inu. Þannig hef­ur gilt að barn sem fer til sér­fræðings með til­vís­un frá heilsu­gæslu greiðir ekk­ert fyr­ir þjón­ust­una, en án til­vís­un­ar er greiðsluþátt­taka áskil­in. Fyr­ir ári var til­vís­ana­kerfi fyr­ir börn breytt í þeim til­gangi að ein­falda það og auka skil­virkni.“

Einnig er greint frá því að „meðal ann­ars var til­vís­ana­skylda felld niður sem skil­yrði fyr­ir greiðsluþátt­töku hjá til­tekn­um sér­fræðigrein­um. Skipt­ar skoðanir hafa verið um ár­ang­ur þeirra breyt­inga.“

Þá er einnig sagt frá því að heil­brigðisráðherra telji ljóst að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag til­vís­ana barna hafi ekki þjónað þeim til­gangi né skilað þeim ár­angri sem vonast var eftir.

Í dag sé það svo að til­vís­ana­kerfið leiðir til þess að börn efna­lít­illa for­eldra sem þurfa til­vís­un af fjár­hags­leg­um ástæðum bíða í mörg­um til­vik­um mun leng­ur eft­ir þjón­ustu en börn for­eldra sem hafa nægilega góða fjár­hags­lega burði til að fara með börnin sín til sér­fræðinga án til­vís­un­ar, og greiða fyr­ir þjón­ust­una:

„Það þarf að ákveða hvernig megi haga hliðvörslu í heil­brigðis­kerf­inu á skyn­sam­leg­an, fag­leg­an og skil­virk­an hátt. Því hef ég ákveðið að stofna starfs­hóp um það mál­efni, sem mik­il­vægt er að hann vinni hratt og vel og geti skilað til­lög­um fyr­ir lok þessa árs. Ég hef þegar átt viðtöl við for­svars­menn lækna, þar á meðal formann fé­lags heim­il­is­lækna og mun halda sam­tal­inu áfram“ segir heilbrigðisráðherra í áðurnefndri tilkynningu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu
Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Myndir
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu