1
Menning

Þögn á Akranesi

2
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

3
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

4
Innlent

Sonur Sævars Þórs eltur

5
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

6
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

7
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

8
Innlent

Leiðindi í Kópavogi

9
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

10
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Til baka

Allt að sex hundar hætt komnir á höfuðborgarsvæðinu vegna hita

„Fólk áttar sig oft ekki á alvarleikanum.“

shutterstock_75950536
Pug.Flatnefja hundar eru í mestu hættu í miklum hita.
Mynd: MPH Photos/Shutterstock

Einn hundur draps úr hita um helgina úr og minnst sex til viðbótar voru hætt komnir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Helga Hjartardóttir, dýralæknir hjá Animalíu.

Sagt var frá því í fréttum í gær að hundur hafi drepist úr hitaslagi en samkvæmt dýralækni hjá gæludýrasjúkrahúsinu Animalíu, Helgu Harðardóttur, hefur verið mjög mikið um að hundaeigendur hafi komið með hundana sína á spítalann vegna hitans sem hefur verið á höfuðborgarsvæðinu um helgina. „Það var einn hundur sem dó hjá okkur um helgina, í meðhöndlun en hann var bara of langt leiddur,“ segir Helga aðspurð hvort hún vissi til þess að hundur hafi drepist vegna hitans. Segist hún ekki telja að hundurinn hafi verið í bíl þegar hann fékk hitaslag, þó hún geti ekki fullyrt um það. „Mér sýnist, án þess að vera með það 100% á hreinu, að hann hafi ekki verið í bíl, hann kom hingað af því að hann var að anda þungt og slíkt,“ segir Helga í samtali við Mannlíf.

Helga segir að alls hafi komið fjórir til sex hundar á Animaliu um helgina vegna hitaslags. „Þetta er töluvert mikið vandamál. Og fólk áttar sig oft ekki á alvarleikanum, því þeir sýna oft ekki einkenni fyrr en eftir göngutúrinn, þegar þeir eru komnir inn úr hitanum.“

Aðspurð um það hvort einhverjar hundategundir séu viðkvæmari en aðrar fyrir hitaslagi, segir Helga svo vera. „Það eru þessir flatnefjahundar, eiginlega allir. Sem eru viðkvæmari fyrir þessu. Franskir bolabítar, enskir bolabítar, Pug, jafnvel aðrir sem eru minna flatnefja eins og Cavalier. Hundar kæla sig niður með því að mása og hleypa lofti hratt inn og út um munninn og nefið og þessir flatnefja hundar eru oft með mjög þröngt kok, þröngt nef og ná minna að mása og eiga í mjög mikilli hættu á að ofhitna almennt.“

En hvað er gott fyrir hundaeigendur að hafa í huga þegar hitinn er þetta hár?

„Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að skilja hundana ekki eftir [í bíl í þessum hita]. Í göngutúrum þarf fólk alltaf að vera með vatn á sér en ef þú átt hund sem er svona flatnefja, myndi ég persónulega mæla með að fara ekki með þá í göngutúr þegar það er mjög heitt og mikil sól. Gera það frekar snemma á morgnana eða seint á kvöldin. Með alla aðra hunda, passa sig að vera alltaf með vatn við hendina og jafnvel skvetta á þá, ekki bara gefa þeim að drekka heldur líka setja vant á þá því þá byrjar uppgufun á vatninu sem kælir húðina sem kælir hundinn. Sem sagt, vera alltaf með vatn við höndina, labba þar sem er skuggi, fara ekki of langar vegalengdir. Við finnum á okkur og við svitnum og getum sagt stopp en hundurinn eltir bara. Og vera með augun alltaf opin því einkennin geta komið eftir á því hundurinn nær einhvern veginn ekki að kæla sig niður og hitinn kemst ekki neitt.“

Ummerki um hitaslög hunda eru listuð upp hér í færslu Dýrfinnu, sem og æskileg viðbrögð.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, varð ríkur af viðskiptum sem þóttu í meira lagi vafasöm.
Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga
Myndband
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt
Heimur

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

„Fólk sem segir eitthvað annað er annað hvort að ljúga að þér eða bergmála lygar“
Bíll endaði á húsi í Kópavogi
Innlent

Bíll endaði á húsi í Kópavogi

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Loka auglýsingu