
Alfreð Erling Þórðarson hefur verið sýknaður af ákæru um manndráp af Héraðsdómi Austurlands vegna ósakhæfis en Vísir greinir frá þessu. Hann hafði verið ákærður fyrir að bana eldri hjónum í Neskaupstað í fyrra með hrottafengnum hætti.
Samkvæmt Vísi þarf Alfreð þó að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun og greiða bætur til aðstandenda hjónanna. Sú upphæð nemur 31 milljón króna.
Í dómnum segir að enginn vafi sé á því að Alfreð Erlingi hafi verið að verki í umræddu máli en samkvæmt íslenskum lögum eigi ekki að refsa mönnum vegna geðveiki, andlegs vanþroska eða annars samsvarandi ástands.
Matsmaður sem bar vitni fyrir dómnum sagði að Alfreð hafi verið algjörlega ófær að stjórna gjörðum sínum. Matsmaðurinn gat ekki túlkað atvikið á neinn annan máta. Dómurinn vísaði í það mat sérstaklega. Þá hafi Alfreð ekki skipulagt verknaðinn og aldrei lýst illvilja í garð hjónanna áður en og eftir að hann banaði þeim.
Komment