Ítalskur táningur sem hefur hlotið viðurnefnið „áhrifavaldur Guðs“ fyrir að hafa miðlað kaþólskri trú á netinu verður gerður að dýrlingi á sunnudag við helgun sem þúsundir pílagríma sækja.
Carlo Acutis, sem lést úr hvítblæði árið 2006 aðeins 15 ára gamall, verður tekinn í tölu heilagra af Leó XIV í hátíðlegri athöfn á Péturstorgi í Vatíkaninu.
Lík drengsins, klætt gallabuxum og Nike strigaskóm, hvílir í glerhylki í Assisi, sem hundruð þúsunda manna heimsækja ár hvert.
Helgun hans, sem upphaflega var áætluð í apríl en frestað þegar Frans páfi lést, verður sýnd á risaskjám í Assisi, pílagrímsstað á mið-Ítalíu í héraðinu Umbríu.
Náði að framkvæmda tvö kraftaverk
Acutis, sem fæddist í London árið 1991 af ítölskum foreldrum, var mjög trúaður þrátt fyrir að foreldrar hans væru ekki sérlega trúaðir.
Hann ólst upp í borginni Mílanó, í norðurhluta Ítalíu, þar sem hann sótti messu daglega og hafði orð á sér fyrir góðvild við börn sem urðu fyrir einelti og við heimilislausa, sem hann færði mat og svefnpoka.
Vatíkanið hefur viðurkennt tvö kraftaverk sem eignuð eru Acutis eftir dauða hans, sem er nauðsynlegt skref á til helgunar.
Hið fyrsta var lækning brasilísks barns sem þjáðist af sjaldgæfri vansköpun í brisi. Seinna kraftaverkið var að hjálpa við bata námsmanns sem hafði slasast alvarlega í slysi.
Komment